Fréttir


Fréttasafn: 2016

19.12.2016 : Barnahús fær veglega peningagjöf frá starfsfólki Radison BLU hótela

Þann 15. desember s.l. fékk Barnahús afhenta veglega peningagjöf frá starfsfólki Radisson BLU hótelunum í Reykjavík. Á hverju ári standa starfsmenn fyrir söfnun til styrktar góðu málefni og að þessu sinni varð Barnahús fyrir valinu. Peningarnir verða nýttir í þágu barnanna sem njóta þjónustu í Barnahúsi bæði til þess að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir þau á biðstofum en einnig er áætlað að bæta og auka fjölbreytileikann í leikföngum í sand/leikmeðferð fyrir yngstu börnin. Starfsfólk Barnahúss þakkar innilega veittan stuðning.

12.12.2016 : Annað námskeið vegna fylgdarlausra barna

Barnaverndarstofa endurtekur námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að taka fylgdarlaus börn á flótta inn á heimili sín. Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 15. desember nk. kl. 14:00 til 19:00 í fundarsal Barnaverndarstofu að Borgartúni 21. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem höfðu samband við Barnaverndarstofu í kjölfar auglýsingar stofunnar.

6.12.2016 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og umsókna um þjónustu fyrstu níu mánuði áranna 2014 til 2016

Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2014 og 2016.

30.11.2016 : Framrás Barnahúss heldur áfram með stuðningi Silvíu drottningar

Dagana 28. og 29. nóvember komu saman í Linköping í Svíþjóð fulltrúar 20 ríkja sem koma við sögu í verkefninu PROMISE en það miðar að því að innleiða Barnahús um alla Evrópu.

17.10.2016 : Fylgdarlaus börn á flótta

Barnaverndarstofa býður upp á námskeið dagana 27. október og 3. nóvember 2016 fyrir þá sem hafa áhuga á að taka fylgdarlaus börn á flótta inn á heimili sín. 

21.9.2016 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrstu sex mánuði áranna 2015 og 2016

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrstu sex mánuði áranna 2015 og 2016.  Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu sex mánuði áranna 2015 og 2016.

21.9.2016 : Fræðsludagur fyrir PMTO meðferðaraðila á Íslandi

Fjöldi PMTO meðferðaraðila starfar víðsvegar um land. Fræðsludagurinn gefur fagaðilum tækifæri til að fá upplýsingar um nýjungar tengdar PMTO meðferð, dýpka þekkingu á einstaka þáttum, deila reynslu og njóta samvista. Í þetta skiptið verður lögð áhersla á vinnu með foreldrum sem eiga í ágreiningi sín á milli, meðferðarvinnu inni á heimilum foreldra og hvernig draga má úr brotfalli úr meðferð.  

Nánari upplýsingar um PMTO-FORELDRAFÆRNI má nálgast á heimasíðu, www.pmto.is

Síða 1 af 3

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica