Fréttir: 2016 (Síða 2)

Foster Pride námskeið fyrir fósturforeldra - 13 sep. 2016

Barnaverndarstofa hefur frá árinu 2004 haldið Foster Pride námskeið fyrir fósturforeldra. Alls hafa verið haldin 25 námskeið frá upphafi og þátttakendur verið 423. Foster Pride námskeiðunum er ætlað að undirbúa fósturforeldra áður en þeir taka börn í fóstur. Námskeiðið felur m.a. í sér hæfnismat þar sem þátttakendur sjálfir og umsjónarmenn námskeiðs leggja sameiginlega mat á hæfni og möguleika viðkomandi til að taka barn i fóstur.  Um er að ræða bandarískt kennsluefni í fósturmálum sem hefur verið innleitt á Norðurlöndum.

Lykiltölur Barnaverndarstofu vegna ársins 2015 - 14 júl. 2016

Barnaverndarstofa birtir hér helstu upplýsingar um barnavernd, bæði hvað varðar úrræði Barnaverndarstofu og upplýsingar frá barnaverndarnefndum um m.a. fjölda tilkynninga, fjölda barnaverndarmála og úrræði. Lykiltölurnar má nálgast hér.

Samanburður á fjölda tilkynninga og fjölda umsókna um þjónustu. - 22 jún. 2016

Hér er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrstu þrjá mánuði áranna 2015 og 2016. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir sama tímabil. 

Innleiðing barnahúsa í Evrópu - 20 jún. 2016

Nú er nýlega lokið námskeiði sem haldið var 40 sérfræðinga frá 12 Evrópulöndum sem hafa áhuga á að innleiða barnahús að norrænni fyrirmynd.

Fréttaskýringarþáttur BBC - barnahús væntanleg í Englandi - 20 jún. 2016

Í síðustu viku sendi BBC út sérstakan fréttaskýringaþátt um viðbragðskerfi Íslendinga vegna kynferðisofbeldi gegn börnum. Í þættinum er fjallað um starfsemi barnahúss og jafnframt er ítarlegt viðtal við Anne Longfield the Children´s Commissioner of England sem fór fyrir breskri sendinefnd ráðuneyta og stofnana sem kom til Íslands nýlega til að kynna sér fyrirkomulagið hér. Fram kemur m.a. að nú þegar hefur verið ákveðið að koma á fót 2 barnahúsum í Englandi í tilraunarskyni, í London og Durham.

PMTO meðferðarmenntun - innskrift og útskrift! - 8 jún. 2016

Í síðustu viku fór fram kynningarfundur á vegum Miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI. Fagfólk sem hefja mun meðferðarmenntunarnám næsta haust sótti fundinn og það verður spennandi að ferðast með þessum kraftmikla hópi næstu tvö árin.

Sama dag útskrifaðist glæsilegur hópur fagfólks úr tveggja ára PMTO meðferðarmenntunarnámi. Við óskum þeim innilega til hamingju og velfarnaðar í starfi.

Formleg opnun Barnahúss í Litháen - 3 jún. 2016

Íslendingar hafa veitt tæknilega aðstoð við undirbúning starfseminnar og hafa sérfræðingar Barnahúss ásamt forstjóra stofunnar annast þjálfun starfsfólks og veitt ráðgjöf fagfólki og stofnunum sem að húsinu standa. Félagsmálasjóður EES veitti fjárhagslega aðstoð til verkefnisins sem gerði kleift að fjármagna gagnkvæmar heimsóknir fagfólks.

BBC fjallar um Barnahús - 30 maí 2016

Í dag koma tveir hópar fréttamanna frá BBC news annars vegar og BBC radio4 hins vegar í því skyni að framleiða fréttaskýringaþætti um Barnahús. Koma þeirra til Íslands kemur í kjölfar heimsóknar enskrar sendinefndar embættismanna undir forystu Children´s Commissionar of England fyrir nokkrum vikum. Bresk stjórnvöld undirbúa nú stofnun barnahúsa í Englandi og er áformað að hið fyrsta hefji starfsemi í byrjun næsta árs.

Fréttamennirnir munu m.a. eiga viðtöl við forstjóra Barnaverndarstofu og starfsfólk og samstarfsaðila Barnahúss, svo sem dómara og lækni. Þá munu þeir taka viðtöl við ungt fólk sem á sínum tíma naut þjónustu Barnahúss.

Ráðstefna og námskeið 1. til 3. júní 2016 - 2 maí 2016

Barnaverndarstofa heldur ráðstefnu og námskeið dagana 1. til 2. júní 2016 á Grand Hótel Reykjavík sem fjallar um rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi.

Þeir Chris Newlin og Scott Modell sérfræðingar frá Bandaríkjunum koma til landsins til að fjalla um þetta efni, sjá nánar dagskrá. Báðir eru með umfangsmikla þekkingu og reynslu á þessu sviði sjá nánar Newlin og Modell.

Heilluð af hugmyndum Barnahúss - 28 apr. 2016

Umboðsmaður barna á Bretlandi, Anne Long­field, er stödd hér á landi til þess að kynna sér starf­semi Barna­húss en hún von­ast til þess að opnuð verði Barna­hús í Bretlandi á næstu árum að ís­lenskri fyr­ir­mynd. Barna­hús er orðið alþjóðlegt fyr­ir­bæri und­ir ís­lenska nafn­inu og seg­ir for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu það mik­inn heiður.
Síða 2 af 3

Fleiri greinar


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica