Mat á hæfni fósturforeldra og leyfisveiting

Þessi texti er í vinnslu. Við bendum ykkur á að hafa samband við fósturteymi til að fá frekari upplýsingar.

Mat á hæfni fósturforeldra

Í 4. gr. reglugerðar um ráðstöfun barna í fóstur, nr. 532/1996 segir: Þeir, sem óska eftir að gerast fósturforeldrar, skulu afla sér meðmæla barnaverndarstofu og sækja um slík meðmæli beint til hennar. Stofan metur, að fenginni umsögn barnaverndarnefndar í heimilisumdæmi væntanlegra fósturforelda, hæfni þeirra til að taka barn í fóstur. Áður en barnaverndarnefnd gefur umsögn skal hún kanna hagi og aðstæður væntanlegra fósturforeldra með tilliti til töku fósturbarns.

 

Hæfnismat

Við mat á hæfni væntanlegra fósturforeldra skulu könnuð almenn atriði svo sem hvaða væntingar og kröfur fósturforeldrar hafa um töku barns í fóstur, hverjar óskir þeirra eru um aldur barns og kyn. Jafnframt skulu heimilishagir og allar aðstæður væntanlegra fósturforeldra kannaðar. Væntanlegum fósturforeldrum skal greint frá þeim skyldum sem á fósturforeldrum hvíla. Þeim ber að leggja fram sakavottorð, heilbrigðisvottorð, hjúskapar- eða sambúðarvottorð, ásamt upplýsingum um efnahag sinn, svo sem skattframtal eða vottorð um tekjur. Barnaverndarstofa og viðkomandi barnaverndarnefnd geta einnig óskað eftir meðmælum frá vinnuveitanda og umsögn ættingja. Jafnframt geta þessir aðilar aflað nánari upplýsinga um hagi væntanlegra fósturforeldra í samráði við þá.

Leyfisveiting

Allir þeir sem óska eftir því að gerast fósturforeldrar þurfa að sækja formlega um það til Gæða- og eftirlitsstofnunar í velfeerðarmálum og skila inn tilskyldum vottorðum. 

Að því loknu óskar Barnaverndarstofa umsagnar barnaverndarnefndar í heimilisumdæmi umsækjenda, ásamt því að senda nefndinni ljósrit af þeim gögnum sem umsækjendur hafa látið fylgja umsókn sinni.

 

Þegar barnaverndarnefnd hefur gert umsögn um umsækjendur sendir nefndin Barnaverndarstofu greinargerð ásamt bókun nefndarinnar. Með þessi gögn að leiðarljósi metur Barnaverndarstofa síðan hvort samþykkja megi umsækjendur sem hæfa fósturforeldra. Fer það mat fram í kjölfar heimsóknar á heimili umsækjenda og ítarlegrar viðræðu við þá.

Einnig má hér finna upplýsingar um Foster-Pride námskeiðið sem er uppbyggt sem undirbúningsnámskeið fyrir fósturforeldra og mat á hæfni þeirra.

Áhugavert myndband um hlutverk fósturforeldra

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica