Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar
Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.
Nú á þriðja ári innleiðingar þessara laga hefur Mennta- og barnamálaráðuneytið gefið út stöðuskýrslu sem dregur upp mynd af því sem hefur áunnist og því sem framundan er.