Leiðbeiningar um innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna:

Myndband
Glærukynning

 
 

 

Skipa skal tengiliði farsældar á öllum skólastigum (leik-, grunn- og framhaldsskóla) sem og á heilsugæslustöðvum og skila til Barna- og fjölskyldustofa sem heldur utan um skráða tengiliði farsældar. Tengiliður í farsæld skal vera aðgengilegur í nærumhverfi barns.

Skipa skal málstjóra farsældar hjá sveitarfélögunum.

Forsenda þess að tengiliður/málstjóri farsældar geti sinnt hlutverki sínu er aðgangur að úrræðalistum. Sveitarfélög fara yfir og skrá úrræði fyrir börn og barnafjölskyldur í sveitarfélaginu, bæði á vegum sveitarfélaga og annarra stofnana, svo sem heilbrigðisþjónustu. Einnig er það á ábyrgð sveitarfélaga og stofnana að uppfæra úrræðalista reglulega. Þá er mikilvægt að þekkja til og hafa aðgang að upplýsingum um úrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila og hagsmunasamtaka auk þeirra þjónustu sem íþrótta- og æskulýðssamtök í sveitarfélaginu bjóða upp á.

Skoða hvernig þjónustuveitendur geti unnið sem best saman með áherslu á snemmtæka nálgun og stutt þannig við hlutverk tengiliða og málstjóra. Skýra hlutverk tengiliða, málstjóra og hugmyndafræði samþættingar.

Kynna farsældina fyrir fagfólki, foreldrum og börnum í sveitarfélaginu. Gera upplýsingar um tengiliði aðgengilegar  t.d. á heimasíðum þjónustuveitenda.

Þjónustuveitendur kortleggja þörf fyrir fræðslu til tengiliða og málstjóra í samvinnu við Barna- og fjölskyldustofu.

Sveitarfélög hugi að skipun svæðisbundins farsældarráðs í samvinnu við önnur sveitarfélög á svæðinu sbr. 5.gr. laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þar kemur fram að sveitarfélög skipa svæðisbundin farsældarráð sem eru vettvangur fyrir samráð um farsæld barna. Þar eiga sæti fulltrúar svæðisbundinna þjónustuveitenda á vegum ríkis og sveitarfélaga.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica