Fréttir


Fréttasafn: júlí 2019

1.7.2019 : Börnum ekki vísað frá lokaðri deild Stuðla

Börnum sem vísað er á Stuðla hefur fjölgað. Ásmundur Einar hefur lagt ríka áherslu á að bregðast við því og gaf undir lok síðasta árs út þau tilmæli að engum börnum skyldi vísað frá lokaðri deild Stuðla, en þá hafði í einhverjum tilfellum þurft að vista þau í fangaklefum vegna plássleysis. Var í kjölfarið gripið til þess ráðs að breyta húsnæði Stuðla og bæta við plássum.


1.7.2019 : Þrír PMTO meðferðaraðilar bætast í hópinn

Þann 21. júní sl. við sumarsólstöður útskrifuðust þrír PMTO meðferðaraðilar í Hörpu. PMTO stendur fyrir Parent Management Training Oregon eða foreldrafærniþjálfun. Viðkomandi hófu nám haustið 2016 en tóku hlé á námi sínu og luku því núna. Tvær þeirra starfa hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og sú þriðja hefur starfað hjá Grindavíkurbæ. Er þeim öllum óskað heilla sem PMTO meðferðaraðilar.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica