Þrír PMTO meðferðaraðilar bætast í hópinn

1 júl. 2019

Þann 21. júní sl. við sumarsólstöður útskrifuðust þrír PMTO meðferðaraðilar í Hörpu. PMTO stendur fyrir Parent Management Training Oregon eða foreldrafærniþjálfun. Viðkomandi hófu nám haustið 2016 en tóku hlé á námi sínu og luku því núna. Tvær þeirra starfa hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og sú þriðja hefur starfað hjá Grindavíkurbæ. Er þeim öllum óskað heilla sem PMTO meðferðaraðilar.

Hér er hægt að lesa þessa frétt á heimasíðu PMTO - foreldrafærni.

https://www.pmto.is/utskift-thriggja-pmto-medferdaradila/


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica