Fréttir


Fréttasafn: september 2014

24.9.2014 : Barnaverndarþing 2014 - FRÉTTATILKYNNING

Barnaverndarstofa vekur athygli á Barnaverndarþingi, sem haldið verður 25. og 26. september á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni Réttur til verndar, virkni og velferðar. Þingið er fyrsta heildstæða íslenska ráðstefnan um barnavernd og munu tugir innlendra og erlendra fyrirlesara halda erindi á þinginu, sem rúmlega 200 manns munu sækja.

22.9.2014 : Ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árin 2012 - 2013 er komin út:
Fleiri barnaverndarmál, fleiri kynferðisbrot og fjölgun í MST.

Þróun undanfarinna ára gefur vísbendingar um breytingar í barnaverndarmálum. 
Eru barnaverndarmál að verða alvarlegri?  Árið 2013 var metár í kynferðisbrotum gegn börnum.
Undanfarin ár hafa sífellt fleiri tilkynningar um börn leitt til könnunar barnaverndar og  barnaverndarmálum hefur fjölgað. Einnig hefur börnum í MST meðferð fjölgað en dregið úr stofnanavistun.

5.9.2014 : Dagskrá og málstofur á Barnaverndarþingi

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica