Fréttir


Fréttasafn: desember 2012

19.12.2012 : Barnaverndarstofa birtir nú hluta II af ársskýrslu sinni, sem fjallar um starfsemi barnaverndarnefnda á árinu 2011.

Í september sl. gaf Barnaverndarstofa út ársskýrslu vegna áranna 2008-2011, en þar var að finna í hluta II upplýsingar frá barnaverndarnefndunum úr sískráningu nefndanna fyrir árið 2011. Nú liggja hins vegar fyrir endanlegar upplýsingar frá nefndunum vegna ársins 2011. Heildarfjöldi tilkynninga á árinu 2011 var 8.708 tilkynningar, sem er um 6% fækkun frá árinu á undan.

17.12.2012 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda. 

Barnaverndarstofa birtir nú samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2011 og 2012. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2011 og 2012.

4.12.2012 : Áhrif áfengisneyslu á börn

N8-page-001Samstarfshópurinn Náum áttum hefur undanfarin misseri beint sjónum að börnum sem búa við erfiðar aðstæður, s.s. börn foreldra í neyslu. Á fræðslufundi sem haldinn var 17. október sl. var umfjöllunarefnið „Óbein áhrif áfengisneyslu“  og á fræðslufundi Náum áttum þann 14. nóvember sl. hélt þessi umræða áfram með þremur fyrirlestrum um málefnið ,,Hvernig getur samfélagið stutt við börn í erfiðum aðstæðum".

4.12.2012 : Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl!

HverErIFjolskyldunni_synishorn-page-001Nú í haust kom út Bókinn Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl eftir Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa, MA. Bókin er skrifuð fyrir almenning, nemendur og fagfólk sem vinnur með börnum og fjölskyldum, s.s. kennara, félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og lögfræðinga. Einnig þá sem vinna við rannsóknir á högum barna og fjölskyldana og koma að opinberri stefnumótun og löggjöf. Umfjöllunarefnið er stjúpfjölskyldur, margbreytileiki þeirra og hvernig þær takast á við daglegt líf sem er oft nokkuð frábrugðið ímyndinni um „hefðbundna“ kjarnafjölskyldu.

3.12.2012 : Ný heimasíða Barnaverndarstofu

Þann 3. desember sl. var tekin í notkun ný heimasíða Barnaverndarstofu www.bvs.is. Hún er talsvert frábrugðin þeirri gömlu sem var vissulega orðin barns síns tíma. Helstu breytingar eru þær að ekkert læst svæði er á síðunni og henni er skipt niður á þrjár aðalsíður. Í fyrsta lagi „forsíðu" þar er að finna almennar upplýsingar ásamt útgefnu efni um BVS og barnavernd, í öðru lagi er síðan „almennar upplýsingar" sem eru spurningar og svör aðallega fyrir almenning og í þriðja lagi er það síðan „ítarlegar upplýsingar" sem sérstaklega er ætluð barnaverndarstarfsfólki.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica