Fréttir


Fréttasafn: mars 2013

25.3.2013 : Kerfið ræður ekki við álagið!

Um 130 mál hafa borist á borð Barnahúss það sem af er þessu ári. Fjölgunin er gríðarleg, en á undanförnum árum hafa borist að meðaltali 270-290 mál til Barnahúss á ári. Forstöðumaður Barnahúss segir ljóst að kerfið sé sprungið og að fjölmörg börn séu á biðlista. Þetta kemur fram á mbl.is.

11.3.2013 : Biðlistar lengjast hjá Barnahúsi!

Fimmtíu börn eru á biðlista hjá Barnahúsi. Yfir hundrað mál hafa borist frá áramótum eftir að umræða um kynferðisbrot gegn börnum komst í hámæli. Sérfræðingur hjá Barnahúsi segir álagið hefta bataferli barna sem ekki komist að. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

7.3.2013 : "Forvarnargildi íþrótta- og tómstundastarfs - hvað virkar og hvað virkar ekki?"

N8mars2013a2Barnaverndarstofa vekur athygli á morgunverðarfundi Náum áttum sem að þessu sinni er haldin fimmtudaginn 14. mars nk. kl. 8:15 - 10:00 á Grand Hótel Reykjavík. 

7.3.2013 : Aukin þjónusta fyrir börn í Kvennaathvarfinu

Í síðdegisútvarpinu þann 5. mars sl. var rætt við Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdarstýru Kvennaathvarfsins. Þar ræddi hún m.a. þá ánægjulegu breytingu að börn í athvarfinu fá nú meiri þjónustu á vegum barnaverndar en um er að ræða tilraunaverkefni sem er í samvinnu Barnaverndarstofu, lögreglu og barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu.

1.3.2013 : Ættingjafóstur

Nýlega kom út skýrsla sem gerð var á vegum NOFCA (Nordic Foster Care Association). NOFCA samanstendur af samtökum fósturforeldra, yfirvöldum og öðrum samtökum á Norðurlöndunum sem koma að málefnum fósturráðstafanna á einn eða annan hátt.  Verkefnið er styrkt af Nordplus Voksen.

Skýrslan kynnir niðurstöður verkefnisins „Fosterhjem fra barnets slekt i de nordiske land – tilbud og behove for opplæring“. Verkefninu var ætlað að safna upplýsingum frá öllum Norðurlöndunum um hvernig staðið er að þjálfun, handleiðslu og eftirfylgni fyrir þá sem eru með börn ættingja í fóstri.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica