Fréttir


Fréttasafn: maí 2020

29.5.2020 : Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og Barnaverndastofa efla samstarf um kennslu og rannsóknir

Efla á rannsóknir og kennslu á sviði barnaverndar samkvæmt samstarfssamningi sem fulltrúar Háskóla Íslands og Barnaverndarstofu undirrituðu í vikunni.

26.5.2020 : Nýtt skipurit Barnaverndarstofu tekur gildi 1. júní nk.

Nýtt skipurit er hugsað til að efla enn frekar og styrkja þá þjónustu sem Barnaverndarstofa veitir bæði börnum og barnaverndarnefndum og við gerð þess var hugsað til mikilvægi þess við að hagsmunir barna yrðu ávallt í forgrunni hjá stofunni. Var því sérstaklega litið til 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins við gerð nýs skipurits.

18.5.2020 : Barnaverndarstofa auglýsir til umsóknar tvær stöður sérfræðinga í PMTO foreldrafærni.

Umsóknarfrestur framlengdur til og með 28 maí nk.

11.5.2020 : Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í apríl 2020Fleiri börn og foreldrar tilkynna í gegnum neyðarlínuna 112 og fleiri tilkynnendur telja börnin vera í yfirvofandi hættu

Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og hafa ekki áður borist fleiri tilkynningar á landsvísu í einum mánuði á tímabilinu janúar 2019 til febrúar 2020. Einnig eru vísbendingar um að tilkynningum um vanrækslu gegn börnum sé að fjölga. Mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður í þessum málaflokkum.

5.5.2020 : Forstjóri Barnaverndarstofu skipaður í sérfræðihóp á vegum Evrópuráðsins

Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, hefur verið skipuð í sérfræðingahóp á vegum Evrópuráðsins varðandi ofbeldi gegn börnum, ásamt sjö öðrum evrópskum sérfræðingum, eftir tilnefningu frá félagsmálaráðuneytinu.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica