Forstjóri Barnaverndarstofu skipaður í sérfræðihóp á vegum Evrópuráðsins

5 maí 2020

Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, hefur verið skipuð í sérfræðingahóp á vegum Evrópuráðsins varðandi ofbeldi gegn börnum, ásamt sjö öðrum evrópskum sérfræðingum, eftir tilnefningu frá félagsmálaráðuneytinu.

Sérfræðingahópurinn mun starfa næstu tvö árin og heitir á ensku, Working group and responses to violence against children. (CDENF-GT-VAE) og mun starfa undir eftirliti stjórnar barnaréttarnefndar Evrópuráðsins (Steering Committee for the Rights of the Child (CDENF).

Sérfræðihópurinn mun, með aðkomu áheyrnarfulltrúa frá ýmsum hagsmunasamtökum og -aðilum, styðja framkvæmd innleiðingar á forgangi nr. 3 í áætlun Evrópuráðsins vegna réttinda barna (2016-2021). Hópurinn mun einkum leggja sitt af mörkum við þróun á leiðbeinandi aðferðum eða verkfærum sem ætlað er að leiðbeina aðildarríkjum varðandi það hvernig hægt er að byggja upp um kerfi fyrir fagfólk svo það geti tilkynnt um ofbeldi gegn börnum. Einnig er hópnum ætlað að að skoða aðgerðir og íhlutanir sem miða að því að koma í veg fyrir ofbeldi jafningja og kynferðislegt ofbeldi barna.

Hér er hægt að finna frekari umfjöllun um hópinn og verkefnið sem honum er ætlað.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica