Fréttir


Fréttasafn: júní 2013

27.6.2013 : Áhersla á sjálfstæði barna eykst!

Áhersla á sjálfstæðan rétt barna eykst stöðugt og í fréttum Stöðvar 2 þann 26 júní sl. segir Heiða Björk Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu að Íslendingar ættu að taka upp hagsmunagæslumann í ákveðnum barnaverndarmálum að finnskri fyrirmynd.

26.6.2013 : Upplognar ásakanir skaða!

Steinunn Bergmann félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, sagði í fréttatíma Stöðvar tvö þann 23. júní sl. að upplognar ásakanir um kynferðisofbeldi gegn börnum skaði þau mál þar sem börn eru sannarlega beitt ofbeldi. Slíkt gerist reglulega í hatrömmum forsjárdeilumálum.

14.6.2013 : Ábendingar um vanrækslu barna

Flestar ábendingar sem barnaverndarnefndir fá eru um vanrækslu barna. Tilefnin eru misalvarleg en dæmi eru um mjög alvarlega vanrækslu. Þetta segir Páll Ólafsson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu í viðtali á rás tvö þann 13 júní sl. 

7.6.2013 : Flestir tilkynna um vanrækslu!

Í frétt í Morgunblaðinu þann 7. júní  kemur fram að tölur staðfesti fjölgun á tilkynningum til barnaverndarnefnda. Verst á landsbyggðinni. Drengir í meirihluta. Sprenging í tilkynningum vegna kynferðisbrota  

7.6.2013 : Samanlagt 217 börnum í neyð hjálpað!

Í Fréttablaðinu þann 7. júní kemur fram að á þeim 20 mánuðum sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis stóð var 217 börnum veitt sértæk aðstoð og að barnaverndarnefndir taki við keflinu á næstunni með sameiginlegu bakvaktarkerfi. 

6.6.2013 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013

Barnaverndarstofa birtir nú samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013

5.6.2013 : "Protecting Children in a Changing World” - Evrópuráðstefna ISPCAN -  Alþjóðlegra samtaka gegn illri meðferð á börnum

Vakin er athygli á Evrópuráðstefnu ISPCAN samtakanna sem verður haldin í Dublin dagana 15 - 18 september 2013. Mjög áhugaverð ráðstefna og eru áhugasamir hvattir til að skoða heimasíðu samtakanna  http://www.ispcan.org til að fá frekari upplýsingar. Einnig er hægt að sjá upplýsingar um ráðstefnur og aðra athyglisverða atburði á þessu sviði með því að skoða ,,viðburðardagatal" Barnaverndarstofu.

5.6.2013 : Undirbúningur hafin að stofnun Barnahúss í Færeyjum

Um fimmtíu sérfræðingar, þar á meðal Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu og Ólöf Ásta Farestveit forstöðukona Barnahúss á Íslandi, sátu fund sem markar upphaf markvissar vinnu við að koma Barnahúsi á fót í Færeyjum að íslenskri fyrirmynd. Áhugasamir geta hér fyrir neðan lesið meira um þessa frétt úr færeyska fréttablaðinu Vágaportalurinn.   

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica