Fréttir


Fréttasafn: maí 2016

30.5.2016 : BBC fjallar um Barnahús

Í dag koma tveir hópar fréttamanna frá BBC news annars vegar og BBC radio4 hins vegar í því skyni að framleiða fréttaskýringaþætti um Barnahús. Koma þeirra til Íslands kemur í kjölfar heimsóknar enskrar sendinefndar embættismanna undir forystu Children´s Commissionar of England fyrir nokkrum vikum. Bresk stjórnvöld undirbúa nú stofnun barnahúsa í Englandi og er áformað að hið fyrsta hefji starfsemi í byrjun næsta árs.

Fréttamennirnir munu m.a. eiga viðtöl við forstjóra Barnaverndarstofu og starfsfólk og samstarfsaðila Barnahúss, svo sem dómara og lækni. Þá munu þeir taka viðtöl við ungt fólk sem á sínum tíma naut þjónustu Barnahúss.

2.5.2016 : Ráðstefna og námskeið 1. til 3. júní 2016

Barnaverndarstofa heldur ráðstefnu og námskeið dagana 1. til 2. júní 2016 á Grand Hótel Reykjavík sem fjallar um rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi.

Þeir Chris Newlin og Scott Modell sérfræðingar frá Bandaríkjunum koma til landsins til að fjalla um þetta efni, sjá nánar dagskrá. Báðir eru með umfangsmikla þekkingu og reynslu á þessu sviði sjá nánar Newlin og Modell.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica