Fréttir


Fréttasafn: apríl 2013

26.4.2013 : Áhrif áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra á börn

Velferðarráðuneytið kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem kannaðar voru aðgerðir barnaverndar vegna barna sem bíða tjón af áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra. Um er að ræða fyrstu rannsókn sem gerð hefur verið hér á landi á þessu efni. Fram kemur í frétt ráðuneytisins að mótun stefnu í áfengis- og vímuefnamálum sé á lokastigi í ráðuneytinu og niðurstöður rannsóknarinnar geti haft áhrif á hana. Athygli vekur að 48% tilkynninga bárust frá nærumhverfi barns en 52% frá opinberum aðilum, þar af 25% frá lögreglu og 15% frá heilbrigðisþjónustu, fram kemur að engin tilkynning barst frá SÁÁ. Á því tímabili sem rannsóknin náði til var tilkynnt um 209 börn vegna neysluvanda foreldra, þar af var talin ástæða til að kanna málefni 187 barna og beita stuðningsaðgerðum í kjölfarið. Af þeim 187 börnum sem fengu stuðning voru 73 börn vistuð utan heimilis. Sjá nánar frétt á heimasíðu velferðarráðuneytisins en þar má nálgast skýrsluna í heild og glærur vegna kynningarinnar.

19.4.2013 : Fósturforeldrar óskast

Barnaverndarstofa leitar að fólki sem hefur áhuga á að taka að sér börn og unglinga í fóstur. Um er að ræða bæði ráðstafanir í tímabundið fóstur og varanlegt fóstur. Sérstaklega er leitað að fólki sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu eða í nálægð við framhaldsskóla.
Bent er á heimasíðu Barnaverndarstofu varðandi upplýsingar um fóstur.

Nánari upplýsingar veitir Barnaverndarstofa í síma 530 2600.

12.4.2013 : Morgunverðarfundur - Náum áttum!

N8april2013Samstarfshópurinn Náum áttum stendur fyrir fræðslufundi miðvikudaginn 17. apríl kl. 8:15 - 10:00 á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er "Hver er ég? kynferði og sjálfsmynd unga fólksins". Fjallað verður um áhrifaþætti á sjálfsmynd barna, ábyrgð skóla, foreldra og fjölmiðla sjá (PDF skjal) dagskrá. Skráning er á http://www.naumattum.is/ fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 16. apríl

 

8.4.2013 : Ríkisstjórnin samþykkir 110 milljón króna aukafjárveitingu til kaupa á nýju Barnahúsi 

Á fundi með velferðarráðherra, innanríkisráðherra og forsætisráðherra, kom fram að álitlegt hús fyrir Barnahús hafi þegar verið fundið. Kaup á því ættu að geta gengið í gegn á næstu vikum.

2.4.2013 : Forvarnir eru besta leiðin!

radstefnaBlattafram2013Samtökin Blátt áfram og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) í samstarfi við Jafnréttisstofu standa fyrir ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi dagana 23 og 24 apríl, í stofu 101 Odda, Háskóla Íslands. Sérstakur stuðningsaðili er hljómsveitin Skálmöld. Fundarstjóri er Svava Björnsdóttir, stofnandi Blátt áfram.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica