Fréttir


Fréttasafn: október 2012

15.10.2012 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2011 og 2012

Barnaverndarstofa birtir nú samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu sex mánuði áranna 2011 og 2012. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu sex mánuði áranna 2011 og 2012.

5.10.2012 : Hvernig hefur börnum vegnað í meðferð?

Áhugaverðar niðurstöður koma fram í könnun sem gerð var um afdrif, velferð og líðan barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og Stuðlum á árunum 2000 – 2007. Meðferðarheimilin voru Hvítárbakki, Árbót, Berg, Laugaland, Geldingalækur, Háholt, Torfastaðir, Jökuldalur og Götusmiðjan. Öll heimilin, fyrir utan Stuðla, voru rekin á grundvelli þjónustusamninga við Barnaverndarstofu. Tvö þeirra, Laugaland og Háholt auk Stuðla, eru starfrækt í dag.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica