Fréttir


Fréttasafn: október 2017

12.10.2017 : Viðkvæmir hópar - líðan og neysla

Sálfræðiþjónusta í heilsugæslu - Auður Erla Gunnarsdóttir sálfræðingur hjá heilsugæslunni Hvammi. Hópurinn okkar - Funi Sigurðsson sálfræðingur og forstöðumaður á Stuðlum. Ungt fólk í endurhæfingu - Hrefna Þórðardóttir sviðsstjóri endurhæfingabrauta og sjúkraþjálfari hjá Janusi - endurhæfingu.

12.10.2017 : Starf sérfræðings á meðferðar- og fóstursviði Barnaverndarstofu

Samskipti og ráðgjöf við barnaverndarnefndir, fósturforeldra, meðferðaraðila á vegum Barnaverndarstofu og aðra fagaðila vegna skipulags og framkvæmdar þjónustu við börn í tilteknum úrræðum.

  • Umfjöllun og afgreiðslu umsókna sem felur meðal annars í sér mat á upplýsingum barnaverndarnefnda og annarra fagaðila um umönnunar-/meðferðarþörf barna og viðeigandi þjónustu.

  • Leiðbeiningar og gæðaeftirlit við gerð og framkvæmd meðferðarmarkmiða og -áætlana vegna barna á fóstur- eða meðferðarheimilum, m.a. börn sem glíma við alvarlega hegðunar- og/eða tilfinningaerfiðleika.

6.10.2017 : Umfjöllun um Barnahús og PROMISE verkefnið á ISPCAN ráðstefnunni í Haag

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu var einn af aðalfyrirlesurum á ráðstefnunni en einnig tóku nokkrir aðilar tengdir PROMISE verkefninu til máls og sögðu frá mismunandi hliðum Barnahúsa módelsins. Niðurstaðan af þessum umræðum var að mörg lönd lýstu áhuga sínum  á innleiðingu og borgaryfirvöld í Haag gáfu frá sér yfirlýsingu um áætlaða opnun fyrsta Barnahússins þar í borg í januar 2019

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica