Fréttir


Fréttasafn: október 2014

13.10.2014 : MST fær hvatningaverðlaun ÞÚ GETUR!

Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR veitti MST-fjölkerfameðferð hvatningaverðlaun „fyrir framúrskarandi eflingu geðheilsu og baráttu gegn fordómum“ eins og segir á viðurkenningarskjali.

13.10.2014 : Barnahús flytur í nýtt húsnæði

Í dag 13. október til og með17. október n.k. verður lokað í Barnahúsi vegna flutninga starfseminnar í nýtt húsnæði. Starfsemi mun hefjast að nýju mánudaginn 20. október nk. en fram að þeim tíma er hægt að hafa samband við Barnaverndarstofu í síma 530-2600 ef brýna nauðsyn ber að.

Pósthólf og símanúmer Barnahúss helst óbreytt.

7.10.2014 : Foreldrar í vanda – börn í vanda. Þverfagleg námstefna í Iðnó 24. október.

Vakin er athygli á námstefnu sem haldin verður í Iðnó 24. október nk. kl. 8:30 – 16:00 nk. undir yfirskriftinni „Foreldrar í vanda – börn í vanda“. Að námstefnuninni standa auk Barnaverndarstofu, FMB teymi Landspítala, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Embætti landlæknis og Geðvernd.

1.10.2014 : Barnaverndarþing 2014 - glærur úr fyrirlestrum komnar á heimasíðu.

Barnaverndarstofa þakkar flytjendum á ráðstefnunni fyrir áhugaverð erindi og gestum fyrir góðar umræður. Smelltu hér til að skoða  glærur þeirra sem voru með erindi.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica