Foreldrar í vanda – börn í vanda. Þverfagleg námstefna í Iðnó 24. október.

7 okt. 2014

Vakin er athygli á námstefnu sem haldin verður í Iðnó 24. október nk. kl. 8:30 – 16:00 nk. undir yfirskriftinni „Foreldrar í vanda – börn í vanda“. Að námstefnuninni standa auk Barnaverndarstofu, FMB teymi Landspítala, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Embætti landlæknis og Geðvernd.

Námstefnan fer fram á íslensku og ensku en fjallað verður um mikilvægi nándar fyrir eðlilegan heilaþroska, rætt um evrópskt samvinnuverkefni um geðheilsu barna og kynnt nálgun sem þróuð hefur verið í Bretlandi er varðar þjónustu við börn og fjölskyldur.

Sjá nánar dagskrá og upplýsingar um fyrirlesara.  

Markhópur námstefnunnar er fagfólk sem starfar að málefnum barna og fjölskyldna í félagsþjónustu, barnavernd, geðsviði, kvenna og barnasviði sjúkrahúsa, mæðra- og ungbarnavernd í heilsugæslu.

Skráning er á netfangið fmb@landspitali.is

Þátttökugjald (kr. 5000)  greiðist á reikning Arionbanka nr. 0334-26-5129 kt. 551292-2239.



Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica