Ábendingar um vanrækslu barna

14 jún. 2013

Flestar ábendingar sem barnaverndarnefndir fá eru um vanrækslu barna. Tilefnin eru misalvarleg en dæmi eru um mjög alvarlega vanrækslu. Þetta segir Páll Ólafsson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu í viðtali á rás tvö þann 13 júní sl. 

 

Páll Ólafsson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu: Það hafa komið upp mál þar sem börn eru með mikið af skemmdum tönnum, til dæmis og foreldrar hafa ekki farið með þau til tannlæknis. Það getur verið að börn séu í of litlum, þröngum, óviðeigandi eða óæskilegum fatnaði. Það getur verið að börn fái ekki heppilegan mat. 
Ábendingar berast einnig um börn sem mæta ekki í skólann, fá ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, eru illa þrifin eða búa á heimilum þar sem fíkniefnaneysla er mikil. Flestar ábendingar koma frá lögreglu og skólayfirvöldum, ábendingum frá nágrönnum hefur fjölgað.

Páll Ólafsson: Getur líka verið upp í mjög alvarlega og grafalvarlega vanrækslu þar sem hreinlega þroski barnanna og framtíð þeirra er í hættu. Vanræksla getur verið lífshættulegt fyrirbæri.  Alvarlegustu dæmin eru náttúrulega lítil börn sem eru svo illa farin vegna vanrækslu að þau eru hreinlega ekki í tengslum við fólk. Þau hafa bara ekki þroskast í takt við aldur þeirra, þau hætta að tengjast öðrum, þau hætta að sýna viðbrögð þegar að fólk nálgast þau vegna þess að þau eru hætt að reikna með fullorðnu fólki af því að enginn hefur sinnt þeim.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica