Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl!

4 des. 2012

HverErIFjolskyldunni_synishorn-page-001Nú í haust kom út Bókinn Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl eftir Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa, MA. Bókin er skrifuð fyrir almenning, nemendur og fagfólk sem vinnur með börnum og fjölskyldum, s.s. kennara, félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og lögfræðinga. Einnig þá sem vinna við rannsóknir á högum barna og fjölskyldana og koma að opinberri stefnumótun og löggjöf. Umfjöllunarefnið er stjúpfjölskyldur, margbreytileiki þeirra og hvernig þær takast á við daglegt líf sem er oft nokkuð frábrugðið ímyndinni um „hefðbundna“ kjarnafjölskyldu.

Valgerður hefur einnig lokið námi í kennslu- og uppeldisfræði til kennsluréttinda og BA-prófi í stjórnmálafræði. Hún opnaði vefsíðuna stjúptengsl.is árið 2004 og stofnaði Félag stjúpfjölskyldna í kjölfarið. Hún hefur haldið fjölmörg erindi og námskeið um málefni stjúpfjölskyldna og kennt bæði á framhald- og háskólastigi.

Bókin er skrifuð fyrir almenning, nemendur og fagfólk sem vinnur með börnum og fjölskyldum, s.s. kennara, félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og lögfræðinga. Einnig þá sem vinna við rannsóknir á högum barna og fjölskyldana og koma að opinberri stefnumótun og löggjöf. Umfjöllunarefnið er stjúpfjölskyldur, margbreytileiki þeirra og hvernig þær takast á við daglegt líf sem er oft nokkuð frábrugðið ímyndinni um „hefðbundna“ kjarnafjölskyldu. Höfundur reynir að bregða upp ólíkri sýn fjölskyldumeðlima á algengar uppákomur og aðstæður í stjúpfjölskyldum. Kaflarnir tíu spanna allt frá „stjúpblindu“ samfélagi sem gerir ekki ráð fyrir stjúptengslum í opinberri stefnumótun yfir í hugleiðingar um það hver tilheyrir fjölskyldunni þar sem fullorðnum og börnum líður stundum eins og þau séu á jaðri fjölskyldunnar. Í hverjum kafla er að finna fjölda dæma til skýringar og umræðna og endar hver kafli á efni til íhugunar sem ætlað er að hjálpa fólki að finna nýjar leiðir til að takast á við fjölskyldulífið á uppbyggilegan hátt.  Um er að ræða fyrstu bók sinnar tegundar hér á landi og er fengur að því að fá lesefni á íslensku fyrir stjúpfjölskyldur sem eru að móta samskipti sín. Höfundur byggir á fræðilegum heimildum og vísar í meðferðarreynslu með fjölda lýsandi dæma. Bókin er því ákjósanlegt lesefni fyrir verðandi sem starfandi félagsráðgjafa og aðrar fagstéttir sem vinna í velferðarþjónustu á Íslandi.

Þú getur séð sýnishorn úr bókinni með því að smella hér eða á forsíðu bókarinnar.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica