Fréttir


Fræðsla fyrir verðandi og nýorðna foreldra

8.9.2010

Áhersla á eflingu foreldrahæfni með fjölbreyttri uppeldisfræðslu og þjálfun foreldra hefur eflst á Vesturlöndum undanfarin ár. Þá hefur vitneskju um áhrif uppeldisaðferða á geðheilsu og þroska barna með mismunandi þarfir og á ólíkum aldri fleygt fram. Með rannsóknum hefur verið lagður grunnur að þróun markvissra aðferða til að þróa og virkja hæfni foreldra á þessu sviði. Hér á landi hafa verið innleidd ýmiss námskeið sem hafa það markmið að efla foreldrahæfni. Má þar nefna ÓB-ráðgjöf sem hefur innleitt námskeið, hannað af hjónunum og sálfræðingunum John og Julie Gottman, fyrir verðandi og nýorðna foreldra „Barnið komið heim“. Sjá nánar á vefsíðu verkefnisins www.barnidkomidheim.net

Heilsugæslustöðvar halda reglubundið námskeið um undirbúning fæðingar en námskeiðin eru í höndum ljósmæðra. Hvert námskeið inniheldur þrjá fræðslufundi fyrir bæði verðandi móður og föður. Þá stendur Mæðravernd Þróunarstofu heilsugæslunnar (áður Miðstöð mæðraverndar), einnig fyrir námskeiðum fyrir verðandi tvíburaforeldra og fræðslu fyrir verðandi feður. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Heilsugæslunnar www.heilsugaelsan.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica