Fréttir


Fræðsla fyrir foreldra barna með ADHD

2.9.2010

ADHD samtökin voru stofnuð árið 1988 en þau eru til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, sem og fjölskyldum þeirra. Markmið samtakanna er að auka skilning samfélagsins á ADHD og stuðla að því að börn og fullorðnir með ADHD og skyldar raskanir fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og bættum lífsgæðum. Til að ná þessum markmiðum standa ADHD samtökin fyrir fræðslu og ráðgjöf, miðlun upplýsinga og stuðningi við börn og fullorðna með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur viðkomandi barna. Samtökin standa reglulega fyrir námskeiðum fyrir foreldra barna og unglinga með ADHD en upplýsingar um þau er að finna á vefsíðu samtakana www.adhd.is

Rannsóknir hafa sýnt að viðvarandi vandi er til staðar hjá umtalsverðum hluta barna með ADHD og þau eru líklegri til að þróa með sér áhættuhegðun en önnur börn. Umhverfisþættir hafa einnig áhrif og er efling foreldrahæfni ein mikilvægasta forvörnin.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica