Fréttir


Samkomulag vegna málefna Götusmiðjunnar

4.8.2010

Barnaverndarstofa og Götusmiðjan hafa náð samkomulagi um slit á samningi vegna reksturs meðferðarheimilis Götusmiðjunnar að Brúarholti. Samkomulagið felur í sér að Götusmiðjan hættir rekstri meðferðarheimilisins.

Eru Barnaverndarstofa og Götusmiðjan sammála um að þrátt fyrir að Götusmiðjan hafi unnið gott starf í þágu barna og ungmenna á undanförnum árum sé tímabært að ljúka samstarfi aðila. Samkomulagið er gert í góðri sátt og eru Barnaverndarstofa og Götusmiðjan sammála um að það feli í sér farsælar lyktir málsins fyrir alla aðila.

Hér er að finna yfirlýsingu um samkomulag aðila.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica