Heimilisofbeldi, viðbrögð - úrræði - nýjar leiðir

Barnaverndarstofa vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum samstarfshópsins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 25. febrúar nk. kl. 8:15 - 10:00

19 feb. 2015

Á tímabilinu september 2011 til maí 2013 var Barnaverndarstofa með tilraunaverkefni í samstarfi við barnaverndarnefndir og lögreglu á höfuðborgarsvæðinu þar sem félagsráðgjafi fór ásamt lögreglu í útköll vegna heimilisofbeldis. Í skýrslu vegna verkefnisins eru m.a. að finna upplýsingar um fjölda barna sem eru í þörf fyrir meðferð í kjölfarið.

Yfirskrift fundarins "Heimilisofbeldi, viðbrögð - úrræði - nýjar leiðir" og fyrirlesarar eru þær Margrét Ólafsdóttir aðjunkt við HÍ, Ingibjörg H. Harðardóttir lektor við HÍ og Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sjá nánar meðfylgjandi dagskrá.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica