Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Ætlað tengiliðum farsældar

2 feb. 2024

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Á framhaldsnámskeiði tengiliða farsældar verður byggt ofan á grunnnámskeiðið sem gefið var út í apríl 2023. Á framhaldsnámskeiðinu verður kafað enn dýpra ofan í hlutverkið og áskoranir sem því fylgja. Einnig verður farið yfir hagnýtar aðferðir og verkfæri sem tengiliðir geta nýtt í vinnu sinni með börnum og foreldrum. Í lokin eru nokkur kennsludæmi þar sem tengiliðir fá tækifæri til að reyna sig áfram í lausn áskoranna sem börn og foreldrar geta glímt við. Dæmin eru sett fram í leikjasniði og stuðst er við gervigreind.

Þrátt fyrir að námskeiðin sé ætlað tengiliður farsældar er öllum þeim sem vinna með börnum og fjölskyldum eða hafa áhuga á málefninu velkomið að fara í gegnum þau.

Hægt er að nálgast námskeið í Farsældarskóla BOFS á eftirfarandi slóð: https://farsaeldarskolinn.teachable.com Ef framhaldsnámskeiðið birtist ekki á skjánum þarf að ýta á flipann „Öll námskeið“ uppi í hægra horninu.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica