• Myndir-a-fraaeedslutorg.001

Norræna barnaverndarráðstefnan

Osló 2.-4. september 2024

13 des. 2023

Norræna samstarfsnefndin um velferð barna býður öll velkomin á Norrænu barnaverndarráðstefnuna, NBK 2024 í Osló, Noregi dagana 2.-4. september 2024.

Þetta er tækifæri að hitta slást í hópinn með fólki frá öllum Norðurlöndunum sem hefur skuldbundið sig til að vernda börn og styðja fjölskyldur.

Norræna barnaverndarþingið (NBK) er samstarfsverkefni norrænu ríkjanna og hefur verið haldið þriðja hvert ár síðan 1921. Norðurlöndin skiptast á að eiga heiðurinn af því að vera gestgjafar og árið 2024 er komið að Noregi að halda þetta sögulega þing. Þetta er tækifæri til að taka þátt og læra af bæði sérfræðingum og vísindamönnum frá öllum Norðurlöndunum.

Meginumfjöllunarefni ráðstefnunnar er Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálinn) í stefnumótun og framkvæmd – hvað getum við lært af hinum Norðurlöndunum? Við erum að leggja lokahönd á spennandi dagskrá með fjölbreyttu úrvali fyrirlesara og málstofum. Dagskránni er ætlað að styðja Norðurlöndin í framkvæmd Barnasáttmálans með því að miðla reynslu og þróa nýja þekkingu.

Við vonum að þú njótir síðsumars í þessari fallegu borg! Það er fullkominn tími til að heimsækja Osló. Við munum bjóða upp á spennandi tveggja daga dagskrá, móttöku og forráðstefnu (pre-conference) með tækifæri til námsheimsókna í nokkur nýstárleg barnaverndarverkefni (child protection projects) og starfsemi í Osló. Einnig gefst tækifæri til að heimsækja nokkrar af nýjum og glæsilegum byggingum í Osló: Óperuhúsið, Munch-safnið, Þjóðminjasafnið og Landsbókasafn Noregs.

Á meðfylgjandi hlekk eru upplýsingar um ráðstefnuna. Við hvetjum öll sem hafa frá einhverju athyglisverðu að segja úr rannsóknum, starfi og reynslu og vilja vera með erindi á ráðstefnunni, að senda inn útdrátt (sjá flipann Call for abstracts en þar kemur m.a. fram hver undirþemu ráðstefnunnar eru). Frestur til að senda inn erindi er 5. janúar n.k.

Samstarfsaðilar NBK:

  • Noregur: Norsk Barnevernsamband

  • Danmörk: Børnesagens Fællesråd

  • Færeyjar: Barnaverndarstova Føroya

  • Finnland: Centralförbundet för Barnskydd / Lastensuojelun Keskusliitto

  • Ísland: Barna- og fjölskyldustofa

  • Sweden: Stiftelsens Almänna Barnhuset


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica