Áhættuhegðun íslenskra barna á netinu - Könnun SAFT á netnotkun barna og unglinga á Íslandi

Niðurstöður könnunar á netnotkun barna og unglinga hér á landi sýna fram á að börn eru virkir þátttakendur á netinu og birtist áhættuhegðun með ýmsu móti.

17 des. 2013

SAFT kynnir niðurstöður könnunar á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Könnun SAFT er ætlað að kortleggja notkun barna og unglinga á netinu og öðrum skyldum miðlum en sambærilegar kannanir voru gerðar hér á landi árin 2003, 2007 og 2009. Lagðar voru spurningar fyrir börn og foreldra og var hluti könnunarinnar tileinkaður áhættu á netinu. Niðurstöðurnar staðfesta sem fyrr að börn eru virkir þátttakendur á netinu og mikilvægi þess að fullorðnir í nærumhverfi barna fylgist með netnotkun þeirra og leiðbeini með hegðun á netinu. Fram kom að um helmingur barna hafði einhvern tímann á sl. 12 mánuðum leitað að nýjum vinum á netinu og um 12% höfðu leitað að nýjum vinum tvisvar í viku eða oftar. Um þriðjungur barna höfðu bætt við vinum sem þau höfðu aldrei hitt augliti til auglitis og rúm 4% höfðu samþykkt nýja vini tvisvar í viku eða oftar á sl. mánuðum. Rúmlega 22% höfðu einhvern tímann á sl. 12 mánuðum haft samband við einhvern sem þau höfðu ekki hitt í eigin persónu og um 5% höfðu gert það tvisvar í viku eða oftar. Þá höfðu um 9% barna sent mynd eða vídeó af sér til einhverns sem þau höfðu ekki hitt í eigin persónu og 8% höfðu sent persónulegar upplýsingar t.d. fullt nafn, heimilisfang eða símanúmer til einhvers sem þau höfðu aldrei hitt augliti til auglitis. Niðurstöðurnar sýna að strákar eru líklegri en stelpur til að hafa hitt einhvern augliti til auglitis sem þeir kynntust fyrst á netinu en stelpur eru líklegri en strákar til að hafa verið beðnar að senda mynd af sér nöktum eða í ögrandi stellingum. Sjá nánar fréttatilkynningu SAFT.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica