Hvernig á að bregðast við óviðeigandi kynhegðun barna og unglinga?

David Prescott, klínískur félagsráðgjafi (LICSW), hélt fyrirlestur á Barnaverndarstofu fyrir starfsmenn barnaverndarnefnda föstudaginn 30. ágúst.

16 sep. 2013

David Prescott, klínískur félagsráðgjafi (LICSW), hélt fyrirlestur á Barnaverndarstofu fyrir starfsmenn barnaverndarnefnda föstudaginn 30. ágúst. Prescott hefur áratuga reynslu í meðferð unglinga og fjölskyldna, sérstaklega þeirra unglinga sem sýna óviðeigandi kynhegðun og beita aðra kynferðislegu ofbeldi. Hann starfar nú sem forstöðumaður fag- og gæðaþróunar hjá Becket Family of Services í New England fylki í Bandaríkjunum.David Prescott, klínískur félagsráðgjafi (LICSW), hélt fyrirlestur á Barnaverndarstofu fyrir starfsmenn barnaverndarnefnda föstudaginn 30. ágúst. Prescott hefur áratuga reynslu í meðferð unglinga og fjölskyldna, sérstaklega þeirra unglinga sem sýna óviðeigandi kynhegðun og beita aðra kynferðislegu ofbeldi. Hann starfar nú sem forstöðumaður fag- og gæðaþróunar hjá Becket Family of Services í New England fylki í Bandaríkjunum.
Í fyrirlestrinum fjallaði Prescott um hversu meðferðarþörf unglinga er frábrugðin þörfum fullorðinna. Mikilvægt sé að meta og greina vanda hvers barns og veita meðferð þar sem stutt er við barnið í nærumhverfi með þátttöku foreldra og fjölskyldu. Prescott vísaði í niðurstöður rannsókna og aðferðir áhugahvetjandi samtals (motivational interviewing) um að verkefni meðferðaraðilans sé að leiðbeina og vekja áhuga og von barnsins til að breyta hegðun sinni til framtíðar. Barnið þurfi að upplifa góða samvinnu við meðferðaraðilann og jákvæðar breytingar sem séu frá því sjálfu komnar, og geti því þurft stuðning yfir lengri tíma.

Bein kennsla, fyrirmæli og stuðandi („konfronterandi“) aðferðir í meðferð séu líklegar til að vekja mótstöðu sem dragi úr líkum á árangri, sérstaklega til lengri tíma litið þó skjólstæðingur kunni að sýna tímabundna „hlýðni“ við kröfum umhverfisins. Meðferðin þurfi að vera leiðbeinandi og taka mið af þroskaþörfum barnsins til að gera sig gilt í samfélaginu, ná tengslum við aðra og að upplifa sjálfstæði. Þrátt fyrir ógeðfelldan verknað sem kann að varða við refsingu samkvæmt lögum, skipti jákvæð afstaða og áhugi meðferðaraðilans (og annara sem koma að málefnum barnsins) sköpum í meðferðarárangri.

Prescott fjallaði um að afstaða og viðmót meðferðaraðilans þurfi að einkennast af virðingu, hlýju, samhyggð og stuðningi. Rannsóknir leiða í ljós að refsingar skili ekki árangri í meðferð barna og unglinga og Prescott varaði við því að einangra fólk úr samfélaginu sem brýtur á öðrum kynferðislega. Slíkt gæti aukið á hættu á endurtekinni hegðun. Rannsóknir sýni að flestir unglingar sem brjóta á öðrum kynferðislega endurtaki ekki slíka hegðun og líkurnar á endurtekinni hegðun séu enn minni ef veitt er viðeigandi meðferð. Sjá glærur frá fyrirlestri 29. ágúst og bókarkafla „Meaningful Engagement of Adolescent in Change“.

David Prescott var staddur hér á landi á vegum fagdeildar um  réttarsálfræði og hélt vinnustofu 29. ágúst um áhugahvetjandi samtal (motivational interviewing) í vinnu með unglingum. Þess má geta að frá árinu 2009 hefur á vegum Barnaverndarstofu verið starfrækt sérhæft meðferðarteymi sálfræðinga sem veita börnum og unglingum sem sýna óviðeigandi kynhegðun meðferð af þeirri tegund sem Prescott fjallar um. Hann hefur birt fjölda fræðigreina, skrifað bækur og bókarkafla auk þess sem hann hefur haldið fræðsluerindi víða um heim. Auk birtra greina um hvetjandi samtöl hefur hann skrifað um mat og meðferð unglinga og fullorðinna sem hafa misnotað aðra kynferðislega. Nýjustu skrif hans eru á sviði áhugahvetjandi samtala (http://www.becket.org).

Nýjar bækur eftir David Prescott:

Awakening Motivation for Difficult Changes, (2013) í samvinnu við Robin J. Wilson. Verður fáanleg í sumar, útgefandi er NEARI Press.

Enhancing Motivation in Treatment: A Case Study and Professional Development Planning Method, (2013). Útgefandi NEARI Press.

Nánari upplýsingar um David Prescott má finna á http://www.davidprescott.net/


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica