MST teymi hefur störf í nóvember

8 sep. 2008

Í sumar var gengið frá ráðningum starfsmanna fyrir fjölkerfameðferð (MST). Ákveðið var að fara af stað með eitt teymi sem mun hefja störf aðra vikuna í nóvember eftir að fyrsta áfanga í þjálfun starfsmanna er lokið. Unnið er að skriflegum leiðbeiningum til barnaverndarnefnda varðandi umsóknir um meðferðina og markhópinn og verður það kynnt á næstu vikum.

Ingibjörg Markúsdóttir sálfræðingur var ráðin í starf handleiðara/teymisstjóra. Ingibjörg hefur sem kunnugt er starfað sl. sjö ár á Stuðlum og starfaði þar áður um þriggja ára skeið hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur við ráðgjöf til nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda. Hún hefur góða reynslu af þjónustu við börn og fjölskyldur í nærumhverfi og samvinnu mismunandi kerfa, auk handleiðslu og teymisvinnu á Stuðlum og handleiðslu við sálfræðinga í skólum.
Í störf þerapista voru ráðin: Jódís Bjarnadóttir félagsráðgjafi, Funi Sigurðsson sálfræðingur, Helga Rúna Péturs sálfræðingur og Hrefna Ástþórsdóttir sálfræðingur.

Ef eftirspurn frá barnaverndarnefndum eftir fjölkerfameðferð reynist nægilega mikil verður að öllum líkindum farið af stað með annað MST-teymi fljótlega. Vonir standa til að fagfólk úr ýmsum áttum sýni því áhuga að starfa sem MST þerapistar því eins og fram kom í síðustu starfsauglýsingu var leitað að fólki úr mismunandi faghópum (með a.m.k. BA-próf) úr heilbrigðis- eða félagsgreinum.

Vakin er athygli á fræðslufyrirlestri Marshall Swenson um MST á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 2. október frá kl. 9.00-12.00. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til mailto:inga@bvs.is


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica