Ráðstefna Norræna félagsins gegn illri meðferð á börnum

13 maí 2008

Dagana 18.-21. maí verður ráðstefna Norræna félagsins gegn illri meðferð á börnum á Hilton Reykjavík Nordica (sjá www.congress.is/nfbo2008). Ráðstefnan er skipulögð í samstarfi við Barnaverndarstofu.

Norræna félagið gegn illri meðferð á börnum (www.nfbo.com) var stofnað í Kaupmannahöfn 1998. Félagið hefur Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins að leiðarljósi. Markmið þess er að standa fyrir og styðja norrænt samstarf einstakra fagmanna og skoðanaskipti þeirra margvíslegu faghópa sem vinna með börn. Félagið er aðili að ISPCAN (International Society for the Prevention of Child Abuse and Neglect, www.ispcan.org). Þema ráðstefnunnar er Börn og vanræksla: Þarfir - Skyldur - Ábyrgð. Ætlunin er að höfða til sérfræðinga á sem flestum sviðum þar sem unnið er með þarfir, hagsmuni og réttindi barna og beina athyglinni að vanrækslu í víðum skilningi, af hálfu foreldra, sérfræðinga og samfélagsins.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica