Aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna

13 jún. 2007

Þingsályktun um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna fyrir árin 2007–2011 var nýlega samþykkt á Alþingi. Meginatriði aðgerðaáætlunar til að styrkja stöðu barna og ungmenna verða að bæta afkomu barnafjölskyldna, meðal annars með hækkun barnabóta tekjulágra fjölskyldna, lengingu fæðingarorlofs, stuðningi við foreldra í uppeldisstarfi, eflingu forvarna og aðgerðum gegn vímuefnaneyslu. Einnig verður framfylgt aðgerðum í þágu barna og ungmenna með þroskafrávik, hegðunarerfiðleika og geðraskanir, langveikra barna og barna sem eiga við vímefnavanda að etja. Sömuleiðis verður ráðist í aðgerðir til að vernda börn og ungmenni gegn kynferðisbrotum og til að styrkja stöðu barna innflytjenda.

Skipaður verður samráðshópur fulltrúa ráðherra félagsmála, heilbrigðis– og tryggingamála, dóms– og kirkjumála, fjármála og menntamála til að stuðla að samræmingu og eftirfylgni aðgerðaáætlunarinnar undir forystu félagsmálaráðuneytisins.

Barnaverndarstofa telur að ef aðgerðaráætlunin nái fram að ganga muni það marka tímamót í sögu meðferðarstarfs á Íslandi.

Hér má sjá tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica