Aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna

13 jún. 2007

Þingsályktun um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna fyrir árin 2007–2011 var nýlega samþykkt á Alþingi. Meginatriði aðgerðaáætlunar til að styrkja stöðu barna og ungmenna verða að bæta afkomu barnafjölskyldna, meðal annars með hækkun barnabóta tekjulágra fjölskyldna, lengingu fæðingarorlofs, stuðningi við foreldra í uppeldisstarfi, eflingu forvarna og aðgerðum gegn vímuefnaneyslu. Einnig verður framfylgt aðgerðum í þágu barna og ungmenna með þroskafrávik, hegðunarerfiðleika og geðraskanir, langveikra barna og barna sem eiga við vímefnavanda að etja. Sömuleiðis verður ráðist í aðgerðir til að vernda börn og ungmenni gegn kynferðisbrotum og til að styrkja stöðu barna innflytjenda.

Skipaður verður samráðshópur fulltrúa ráðherra félagsmála, heilbrigðis– og tryggingamála, dóms– og kirkjumála, fjármála og menntamála til að stuðla að samræmingu og eftirfylgni aðgerðaáætlunarinnar undir forystu félagsmálaráðuneytisins.

Barnaverndarstofa telur að ef aðgerðaráætlunin nái fram að ganga muni það marka tímamót í sögu meðferðarstarfs á Íslandi.

Hér má sjá tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna

Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica