Reynslusögur barna úr barnavernd - Barnavernd frá sjónarhóli barna

1 jún. 2007

Barnaverndarstofa og Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd bjóða til opins fyrirlesturs með Reidun Follesø. Fyrirlestur verður haldinn mánudaginn 11. júní kl. 11.00 - 12.00 á Barnaverndarstofu.

Reidun Follesö er kennari við háskólann í Bodø þar sem hún kennir barnavernd og félagsráðgjöf. Hún hefur í áraraðir verið upptekin af "þátttöku notenda" í barnavernd og doktorsritgerð hennar fjallaði um það efni - Bruker eller brukt? Ritgerðin fjallar m.a. um hvaða hlutverki Landssamband barnaverndarbarna hefur gegnt í norsku barnaverndarstarfi.

Reidun Follesø ritsýrði bókinni "Sammen om barnevernd - enestående fortellinger - eller utfordringer" þar sem hópur "barnaverndarbarna" sem hafa verið í fóstri eða á meðferðarheimili segja frá reynslu sinni. Aðrir sem koma að gerð bókarinnar eru Vigdis Bunkholdt, sálfræðingur og sérfræðingur í fósturmálum, Erik Larsen, sálfræðingur og prófessor við háskólann í Sör Trönderlag og Jan Storö lektor við háskólann í Oslo ásamt Landssambandi barnaverndarbarna.

Allir velkomnir

Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica