Málstofur um barnavernd haustið 2006

30 ágú. 2006

Félagsmálaráðuneytið, barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjöf Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa munu á komandi hausti halda áfram með samstarf um málstofur einu sinni í mánuði. Lögð verður áhersla á að fjalla um efni sem varðar störf barnaverndarstarfsmanna, svo sem nýjum vinnuaðferðum, rannsóknum á sviði barnaverndar og samstarf við aðra faghópa.

Málstofurnar verða haldnar síðasta mánudag í hverjum mánuði, þ.e. 25. september, 30. október og 27. nóvember kl. 12.45 – 13.45 hjá Barnaverndarstofu, Borgartúni 21. Fundirnir verða ekki sendir út með fjarfundarbúnaði en unnt verður að nálgast fyrirlestra á heimasíðu Barnaverndarstofu eftir að málstofum lýkur.

Þau efni sem gert er ráð fyrir að fjalla um í haust eru: Hlutverk dómstóla skv. ákvæðum barnaverndarlaga, sáttameðferð í sakamálum, starf með ófrískum konum sem eiga við áfengis- og/eða fíkniefnavanda að etja og skólamál barna sem eru í fóstri eða á meðferðarheimilum.

Fyrsta málstofa haustsins er 25. september. Þar mun Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofa fjalla um hlutverk dómstóla skv. ákvæðum barnaverndarlaga. Málstofan verður auglýst nánar síðar.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica