Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi!

24 apr. 2006

Eins og kunnugt tók fyrsta Barnahúsið að íslenskri fyrirmynd til starfa í Linköping í Svíþjóð í september á síðasta ári, en forstjóra Barnaverndarstofu var boðið að flytja ávarp við opnun þess eins og áður var greint frá. Nú hafa tvö önnur barnahús hafið rekstur: í Malmö og í Stokkhólmi. Áformað er að þrjú bætist við síðar á þessu ári: í Gautaborg, Sundsvall og í Umeå. Þá hefur sænska dómsmálaráðuneytið falið réttarfélagsfræðideild háskólans í Lundi að annast árangursmat á starfseminni í þessum sex borgum og er áætlað að því verki verði lokið á árinu 2007 (frekari upplýsingar má fá hér). Starfsemi þessara barnahúsa verður með nokkuð mismunandi sniði og er ætlunin m.a. að gera samanburð á ólíkum útfærslum og verklagi.

Þá lítur út fyrir að fyrsta barnahúsið í Noregi taki til starfa fyrir lok ársins. Nefnd nokkurra ráðuneyta vinnur nú að að undirbúningi starfseminnar í kjölfar þess að norska stórþingið ákvað að verja 2 milljónum norskra króna til þess að húsið geti hafið starfsemi á þessu ári (sjá hér). Eins og í Svíþjóð hafa Norsku og dönsku samtökin Barnaheill barist ötullega fyrir starfrækslu barnahúsa í þessum löndum og lagt fram ítarlegar skýrslur í því skyni að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda í þeim efnum (sjá vefsíður sænsku samtakanna hér, þeirra dönsku hér, og norsku samtakanna hér.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica