PMTO- foreldrafærni og SMT skólafærni

Í ljósi þess að samning Barna- og fjölskyldustofu vegna PMTO hefur verið sagt upp frá og með áramótum 23/24 þá koma hér helstu Spurningar og svör við atriðum varðandi PMTO og SMT.

Hvenær er næsta námskeið fyrir foreldra í aðferðum PMTO?
Það hefur ekki verið hlutverk Barna- og fjölskyldustofu að vera með námskeið fyrir foreldra. Það eru meðferðaraðilar s.s. sálfræðingar/félagsráðgjafar í sveitarfélögum sem hafa fengið menntun í aðferðum PMTO sem halda slík námskeið og veita einstaklingsmeðferð fyrir foreldra vegna barna með krefjandi hegðun.
Hvaða sveitarfélög eru með PMTO meðferðaraðila?
Það eru: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Grindavík, Mosfellsbær, Akranes, Akureyri, Fjallabyggð, Húnaþing og svo eru sálfræðingar með PMTO menntun á nokkrum heilsugæslustöðvum.
Hvenær verður næsta meðferðarmenntun fyrir fagfólk til að læra PMTO?
Síðasta meðferðarmenntun á vegum Barna- og fjölskyldustofu er lokið og verður ekki boðið upp á frekari menntun á landsvísu að hálfu stofunnar. Reykjavík er með sérstakan samning um PMTO og hægt að athuga þar hvort til standi að bjóða upp á meðferðarmenntun fyrir fagfólk.
Hvar finn ég sem meðferðaraðili í PMTO efni fyrir námskeið og einstaklingsmeðferð?
Það ætti að vera á heimasíðu BOFS út árið en eftir 2023 er samningi við PMTO erlendis lokið að hálfu stofunnar og þá verður það ekki aðgengilegt lengur. Ef það er ekki á heimasíðu má hafa samband við Ingibjorg.maria.gudmundsdottir@bofs.is til að fá gögnin send.
Hvaða rannsóknir styðja við aðferðir PMTO? Hvaða rannsóknir styðja við SMT skólafærni?
Á heimasíðu PMTO má finna margskonar útgefið efni sem má leita í til að finna það sem við á. Slóðin er Home - (generationpmto.org) Einnig eru til íslenskar rannsóknir og greinar eftir Margréti Sigmarsdóttir, Anna María Frímannsdóttir og Edda Vikar Guðmundsdóttir. Hægt er að nýta þær í leitarorð. Á heimaíðum sveitarfélaga sem eru með PMTO meðferðaraðila (sjá að ofan) eru oft gagnlegar upplýsingar.
Hvaða efni er fyrir SMT skóla?
Slíkt efni var afhent skólum sem byrjuðu í SMT skólafærni. Því er lokið þar sem innleiðing tekur fjögur ár og PMTO samningi BOFS lýkur um næstu áramót. Það efni er því ekki lengur í boði, ekki frekar en handleiðsla og stuðningur við innleiðingu. SMT efnið og aðferðir hafa heldur ekki verið rannsakaðar sérstaklega eins og PMTO fyrir foreldra. Því er ekki með vissu hægt að segja að það sé gagnreynt í þeim skilningi þó SMT byggi á PMTO.
Ég er meðferðaraðili í PMTO og ætla að halda námskeið fyrir starfsfólk skóla. Er til eitthvað um það?
Á heimasíðu BOFS á að vera efni undir grunnmenntun – þar þarf aðgangsorð til að sækja því ákveðnir hafa aðgang að því eftir þjálfun. Ef það er ekki þar má hafa samband við Ingibjorg.maria.gudmundsdottir@bofs.is til að fá gögnin send. Þetta gildir út árið 2023.þá eru hér nokkar spurningar og svör við þeim. 

PMTO þjónusta er ýmist veitt foreldrum einstaklingslega eða í hópi og er það háð aðstæðum foreldra og þjónustutilboði hvers svæðis. Þjónustan miðast við foreldra barna með hegðunarerfiðleika.

Einstaklingsmeðferð felst í vikulegum viðtölum hjá PMTO-meðferðaraðila í allt að 25 skipti auk fjölþætts stuðnings í formi stuðningssímtala, heimaverkefna og funda með öðrum kerfum eins og til dæmis skólakerfinu. Einstaklingsmeðferð er sérstaklega sniðin að þörfum hverrar fjölskyldu. 

Hópmeðferð hefur hliðstæð markmið og einstaklingsmeðferð. Um er að ræða fjórtán vikna tímabil þar sem foreldrar sækja vikulega hópfundi, í eina og hálfa klukkustund í senn, undir stjórn PMTO meðferðaraðila. Milli funda vinna foreldrar verkefni, fá stuðning í formi símtala og með öðrum hætti eftir þörfum hverrar fjölskyldu. 

Foreldranámskeið eru boðin ef um er að ræða væga hegðunarerfiðleika eða ef börn eru í áhættu að þróa hegðunarerfiðleika. Foreldrahópurinn hittist vikulega í átta skipti, tvær og hálfa klukkustund í senn, alls tuttugu klukkustundir.





Þetta vefsvæði byggir á Eplica