Hvert á að leita

Akureyrarbær: Sótt er um PMTO þjónustu á sérstökum eyðublöðum: “Tilvísun til sérfræðiþjónustuleik-og grunnskóla” og er umsóknum skilað á Fræðslusvið Akureyrarbæjar í Glerárgötu 26. Umsóknareyðublöðin má fá í öllum leik-og grunnskólum bæjarins, á Fjölskyldudeild og á Fræðslusviði Akureyrarbæjar. Umsjónarkennarar, leikskólakennarar, skólastjórnendur og starfsfólk HSN aðstoða foreldra við að sækja um. Frekari upplýsingar má fá í síma 460 1455, hjá verkefnastjóra PMTO.

Garðabær: Foreldrar og forsjáraðilar geta sótt um PMTO þjónustu í þjónustugátt. Nánari upplýsingar er hægt að fá í þjónustuveri Garðabæjar eða hjá starfsmönnum á fjölskyldu- eða fræðslusviði.

Grindavíkurbær: Foreldrar og forsjáraðilar geta fengið upplýsingar um PMTO þjónustu í skólum bæjarins. Einnig er hægt að sækja um úrræðið og fá nánari upplýsingar í síma 420 1100 hjá Skólaskrifstofu Grindavíkurbæjar.

Hafnarfjarðarbær: Foreldrar og forsjáraðilar geta sótt um PMTO þjónustu á þar til gerðum eyðublöðum hjá öllum leik- og grunnskólum bæjarins eða hjá Fjölskylduþónustunni í síma 585 5800. Umsókn er fyllt út og send verkefnastjóra PMTO á Skrifstofu Fræðslu- og frístundaþjónustu.

Kópavogur: Foreldrar og forsjáraðilar geta sótt um PMTO þjónustu í þjónustugátt. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Kópavogs

Reykjanesbær: Sótt er um PMTO þjónustu á sérstöku umsóknareyðublaði. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað hjá deildarstjórum í leik- og grunnskólum bæjarins og hjá félagsráðgjöfum í fjölskylduþjónustu Reykjanesbæjar.  Hægt er að panta tíma hjá félagsráðgjafa í fjölskylduþjónustu sem aðstoða foreldra við að fylla út umsókn og skila til PMTO meðferðaraðila á Velferðarsviði. Eftir að umsókn hefur borist og verið samþykkt hefur PMTO meðferðaraðili samband við foreldra og fer nánar yfir mikilvæga þætti varðandi fyrirkomulag þjónustunnar. Frekari upplýsingar veita Laufey Bjarnadóttir og Þórdís Elín Kristinsdóttir, PMTO meðferðaraðilar hjá Reykjanesbæ í síma 421-6700.

Reykjavíkurborg: Þjónustan er aðgengileg í öllum hverfum borgarinnar. Sótt er um PMTO úrræði á þjónustumiðstöð í því hverfi sem foreldrar og forsjáraðilar búa og þarf að fylla út sérstakt eyðublað: “Umsókn um PMTO úrræði”. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð í grunnskólum og leikskólum á fundi með aðilum skólaþjónustu þjónustumiðstöðvanna.

Þjónustumiðstöðvar:

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 115, s. 411 1200
Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, s. 411 1300
Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness - Miðgarður, Gylfaflöt 5, s. 411 1400
Þjónustumiðstöð Laugardals/Háaleitis, Efstaleiti 1, s. 411 1500
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Laugavegi 77, 101 Reykjavík, s. 411 1600Þetta vefsvæði byggir á Eplica