• Kona á skrifstofu

Samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta skv. sískráningu á fyrstu níu mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022.

27 feb. 2023

Tilkynningar til barnaverndarþjónusta fjölgaði lítillega

Tilkynningum til barnaverndarþjónusta fjölgaði lítillega á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 miðað við sama tímabil árið á undan, eða um 1,5%. Fjöldi tilkynninga á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 voru 9.936.

Flestar tilkynningar á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 voru vegna vanrækslu líkt og síðustu ár, eða 43,6% allra tilkynninga. Hlutfall tilkynninga vegna ofbeldis á sama tímabili var 27,8% en 28,1% tilkynninga voru vegna áhættuhegðunar barna. Tilkynningar vegna gruns um að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu voru óvenju fáar samanborið við fyrri ár, eða 55, sem er um 0,5% allra tilkynninga. Fyrri ár hefur hlutfall slíkra tilkynninga verið um 1%.

Alls bárust 778 tilkynningar vegna líkamlegs ofbeldis eða 12,9% fleiri en á sama tímabili árið 2021. Er það í takt við fjölgun tilkynninga á fyrstu sex mánuðum ársins. Þegar litið er til undirflokka áhættuhegðunar barna og unglinga eru tveir flokkar sem standa út úr: annars vegar barn beitir ofbeldi og hins vegar erfiðleikar barns í skóla, skólasókn áfátt. Í fyrri flokknum bárust 657 tilkynningar á tímabilinu janúar til og með september 2022 eða 4,4% fleiri en árið 2021. Aftur á móti eru það 24% fleiri tilkynningar í flokknum ef borið er saman við sama tímabil árið 2020. Þá bárust 238 tilkynningar vegna erfiðleika barns í skóla sem eru 8,2% fleiri en á sama tímabili árið 2021 en 38,4% fleiri árið 2020.

Ein af hverjum þremur tilkynningum um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldis vegna náins aðila

Frá áramótum hafa barnaverndarþjónustur skráð tilkynningar samkvæmt uppfærðu Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í Barnavernd. Helsta breytingin er sú að nú er skráð ef tilkynning berst vegna ofbeldis af hendi náins aðila. Í eldri skýrslum var vísað til heimilisofbeldis þegar börn urðu vitni af ofbeldi af hálfu náins aðila. Nú hefur verið vikið frá þeirri orðanotkun og vísað til tilfinningalegs ofbeldis af hálfu náins aðila. Þá er einnig sérstaklega skráð ef tilkynning sem berst vegna líkamlegs eða kynferðisofbeldis sé af hendi náins aðila. Að lokum má nefna að nú hefur verið hafið að skrá tilkynningar vegna stafræns kynferðisofbeldis.

Þessi skráning gefur betri mynd af eðli tilkynninga sem berast barnaverndarþjónustum. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 voru 44% tilkynninga sem vörðuðu tilfinningalegt ofbeldis voru vegna ofbeldis af hálfu náins aðila. Þá má einnig sjá að 29,3% tilkynninga sem bárust vegna líkamlegs ofbeldis voru vegna gruns um ofbeldi af hendi náins aðila. Þá voru 28,9% allra tilkynninga um kynferðisofbeldis af hendi náins aðila. 10,7% tilkynninga um kynferðisofbeldi voru vegna stafræns kynferðisofbeldis.

Flestar tilkynningar bárust frá lögreglu, eða 38,2% tilkynninga, og er það í takt við fyrri ár. Þá má sjá að stór hluti tilkynninga er að berast úr nánasta umhverfi barns. Samanlagður fjöldi tilkynninga frá barninu sjálfu, ættingjum barns, nágrönnum og öðru nærumhverfi eru 1.576 eða 15,9% allra tilkynninga.

Samanlagður fjöldi barna sem tilkynnt var um á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 7.830 börn, en þess ber að geta að tölur um fjölda barna sem tilkynnt var um eru fengnar þannig að fjöldi barna sem tilkynnt var um í hverjum mánuði fyrir sig er lagður saman. 

 

Hér má nálgast skýrsluna


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica