Er hægt að meta verndandi- og áhættuþætti hjá börnum og fjölskyldum þeirra!

Þann 9 október sl. kynnti Hendrik Andershed ESTER matslista fyrir starfsfólki Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda!

14 okt. 2013

Á ráðstefnu um snemmtæka íhlutun fyrir fjölskyldur í Norrænahúsinu þann 8 október sl. flutti prófessor Henrik Andershed erindið "Evidence-based risk and protective factors and how they can be used in practice". Hann er annar af höfundum ESTER matsverkfærisins sem er notað víða á Norðurlöndunum. ESTER er skammstöfun á " Evidensbaserad STrukturerad bEdömning av Risk och skyddsfaktorer" eða á íslensku "Gagnreynt, Staðlað Mat á Áhættu- og Verndandi þáttum" sjá vefsíðuna http://www.ester-bedomning.se/

Henrik hélt síðan fyrirlestur þann 9 október í fundarsal Barnaverndarstofu Borgartúni 21, um það hvernig ESTER matsverkfærið nýtist í barnavernd. Fundurinn var ætlaður starfsfólki Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda. Fyrirlesturinn bar nafnið. "Introduction to ESTER - an assessment system aimed to make interventions more effective" og var innihald hans eftirfarandi.

Henrik Andershed, professor at Örebro University (Sweden), and one of the developers of ESTER will introduce the system, its background, purpose and build-up and also its research support. The first hour will be spend on this introduction and the second hour on questions and on how ESTER could be implemented on Island.

Það var góð mæting á fundinn og margar barnaverndarnefndir áhugasamar um að vera til samstarfs um innleiðingu á ESTER.

Hér er hægt að skoða slæður sem Henrik byggði sína fræðslu á.

Structure or no structure in Psychological Assessment - Is that a question?

ESTER - Introducing a fourth generation risk - need assessment instrument for youth with or at risk for conduct problems

Hér má sjá örlítið brot af fyrirlestri Henriks um ESTER (er á sænsku)  

 

 

 


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica