Barnvinsamlegt réttarkerfi

24 jan. 2012

Hinn 20. janúar sl. stóð Innanríkisráðuneyti, Lagadeild Háskóla Íslands og Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni fyrir ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Á ráðstefnunni voru bæði erlendir og innlendir fyrirlesarar þar sem leitast var við að leiða saman sjónarmið fræðasamfélagsins, réttarvörslukerfisins og frjálsra félagasamtaka sem fjalla um málaflokkinn.

Ráðstefnan var í þremur hlutum og fjallaði fyrsti hluti um kynferðisbrot gegn börnum í tengslum við sáttmála Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun. Í öðrum hluta var fjallað um meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu út frá þverfaglegu sjónarhorni. Að lokum var boðið upp á þrjár málstofur með aðkomu fræðimanna, lögreglu, saksóknara, dómara, lögmanna og frjálsra félagasamtaka. Í þeirri fyrstu var fjallað um samspil barnaverndarkerfisins og refsivörslukerfisins, í annarri var rætt um rannsóknir og ákærur í nauðgunarmálum og í þeirri þriðju var fjallað um trúverðugleika og sönnunarmat.

Meðal fyrirlesara voru Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu og Ólöf Ásta Farestveit forstöðumaður Barnahúss. Í erindi sínu benti Bragi á stóraukið umfang þeirra mála sem opinberir aðilar rannsaka þegar borin eru saman tímabilin 1995-97 og 2006-08. Málin sem barnaverndarnefndir hafa til meðferðar hafa tvöfaldast á umræddu tímabili, mál sem eru rannsökuð af lögreglu hafa jafnframt töfaldast, fjöldi ákæra hefur þrefaldast og sakfellingar tvöfaldast. Þá fjallaði hann um mikilvægi þess að börnum standi til boða barnvinsamlegt umhverfi þegar kemur að skýrslutöku. Samkvæmt niðurstöðum ágangursmats þar sem m.a. var kannað viðhorf barna og foreldra til aðstöðu og umhverfis í Barnahúsi og héraðsdómum fékk Barnahús 7,7 í einkun á meðan héraðsdómar fengu 3,6. Hélt hann fram því sjónarmiði að framkvæmd við skýrslutöku á börnum í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur gengi gegn leiðbeinandi reglum Evrópuráðsins um barnvinsamlegt réttarkerfi. Að lokum fjallaði Bragi um að að endurskoða þurfi reglur um birtingu dóma á internetinu í því skyni að tryggja trúnað gagnvart börnum sem eru brotaþolar í þessum málaflokki. Hið fámenna samfélag á Íslandi hefði þau áhrif að oft reyndist fjölmiðlum auðvelt að staðsetja brotavettvang og nefndi Bragi nýlegt dæmi þar sem fjölmiðlaumræða hefði haft skaðleg áhrif á brotaþola og aðstandendur hans. Erindi Braga má nálgast hér.

Ólöf Ásta fjallaði um feril mála í refsivörslukerfinu og barnaverndarkerfinu en mun fleiri mál koma til meðferðar í barnaverndarkerfinu en þau sem fara alla leið í refsivörslukerfinu. Árið 2008 hækkaði kynferðislegur lögaldur úr 14 í 15 ára sem hafði áhrif á fjölgun mála í Barnahúsi en árið 2009 urðu þær breytingar að skýrslutökur á börnum 15-17 ára færðust til lögreglu og svo þurfa börnin að bera vitni í máli sínu fyrir dómi á síðari stigum málsins, í stað einnar skýrslutöku fyrir dómi. Benti Ólöf Ásta á að börn þurfi að bíða lengi eftir niðurstöðu mála í refsivörslukerfinu sem reynist þeim erfitt. Fór hún yfir kosti og galla við kerfið á Íslandi varðandi meðferð kynferðisbrotamála og velti að lokum upp þeirri spurningu hvort breytingar á lögum og reglugerðum væru gerðar með hagsmuni barna að leiðarljósi eða til að auðvelda rannsókn mála með skýrslutökum hjá lögreglu. Hér má nálgast erindi Ólafar Ástu.

Íslenska Barnahúsið er fyrirmynd Evrópuráðsins um framkvæmd barnvinsamlegs réttarkerfis. Á vefsíðu Evrópuráðsins er að finna myndbönd sem sýna viðtal sem var tekið við Braga Guðbrandsson í nóvember 2011 þar sem hann var spurður um hvað barnvinsamlegt réttarkerfi felur í sér og umfjöllun Evrópuráðsins um barnvinsamlegt réttarkerfi.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica