Rit Evrópuráðsins: Réttindi barna á stofnunum

22 feb. 2007

Nýlega kom út ritið „Rights of Children at Risk and in Care“, sem gefin er út af Evrópuráðinu. Bókin hefur að geyma tilmæli Evrópuráðsins um réttindi barna á stofnunum ásamt skýrslu Braga Guðbrandssonar um börn og stofnanir í Evrópu. Þá ritar Bragi formála bókarinnar og rekur þróun mála síðustu árin, m.a. er varðar rannsóknir á áhrifum stofnana á þroska barna og þróun viðhorfa til réttinda barna á stofnunum.

Óhætt er að segja að rit þetta varpi ljósi á ýmiss þeirra atriða sem hafa verið til opinberrar umfjöllunar í íslensku samfélagi nýlega, einkum í tengslum við vistun og meðferð barna á drengjaheimilinu í Breiðavík og öðrum opinberum uppeldisheimilum á seinni hluta síðustu aldar. Tilmæli Evrópuráðsins um réttindi barna á stofnunum og skýrsla Braga um forvarnir og valkosti við stofnanadvöl barna lýsa þeim alþjóðlegu viðhorfum sem nú eru uppi í þessum efnum ekki síst í ljósi Barnasamnings S.þ.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica