Barnahús í Noregi í undirbúningi

1 sep. 2006

Stjórnskipuð nefnd sen starfað hefur á vegum norska dómsmálaráðuneytisins hefur nú lagt fram skýrslu þar sem lagt er til að sett verði á laggirnar Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Búast má við að bráðlega taki norska ríkisstjórnin afstöðu til þeirra tillagna sem skýrslan hefur að geyma. Skýrsluna, sem ber heitið “Barnas hus, rapport om etablering av et pilotproject med ny avhörsmodell for barn som har vært utsatt for overgreb m.m.” má finna í heild sinni hér.

Á sl. ári fóru fram umræður í norska Stórþinginu um úrbætur á sviði kynferðisbrotamála gegn börnum þar sem fram kom þverpólitískur vilji til að stofna Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Í kjölfarið skipaði norska dómsmálaráðuneytið nefnd sem var ætlað að undirbúa tilraunaverkefni um nýja leið til að rannsaka málefni barna sem orðið höfðu fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi. Var nefndinni sérstaklega falið að skoða íslenska Barnahúsið og hvort starfsemi þess gæti fallið að norskum aðstæðum. Nefndin heimsótti Ísland auk þess sem Barnaverndarstofa hafði milligöngu um heimsókn nefndarinnar til Bandaríkjanna í því skyni að skoða barnahús þar (sjá frétt á heimasíðunni dags 1. nóvember 2005).

Í skýrslu nefndarinnar er fjallað ítarlega um íslenska Barnahúsið auk þess sem nokkuð er fjallað um það fyrirkomulag á skýrslutöku á börnum sem viðhaft er í héraðsdómi Reykjavíkur. Þá er m.a. fjallað um Barnahúsið í Linköping, sem tók til starfa að íslenskri fyrirmynd á sl. ári. Þá er gerð grein fyrir nokkrum leiðum til að efla vinnslu kynferðisbrotamála gegn börnum í Noregi. Niðurstaða nefndarinnar er hins vegar afdráttarlaus sú að Barnahús að íslenskri fyrirmynd þjóni hagsmunum barna best.

Barnaverndarstofa lítur svo að að í þessari niðurstöðu norsku nefndarinnar felst mikil viðurkenning á þeim árangri sem náðst hefur með starfsemi Barnahúss hérlendis.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica