Átak Evrópuráðsins í málefnum barna

18 apr. 2006

Dagana 2.-4. apríl sl. hleypti Evrópuráðið af stokkunum átaksverkefninu “Building A Europe For and With Children” með ráðstefnu sem haldin var í Monakó. Tilgangur verkefnisins er að vekja samfélagsumræðu um almenn mannréttindi barna með sérstakri áherslu á vernd barna gegn hvers konar ofbeldi. Verkefnið er skilgreint sem þverfaglegt átak sem miði að því að hafa áhrif á stjórnvöld og samfélagsstofnanir með upplýsingamiðlun og fræðslu, einkum á sviði forvarna, og er ætlað að auðvelda aðildarríkjunum að efna alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum barna svo sem Barnasamning Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Gert er ráð fyrir að verkefnið vari í þrjú ár og að á þeim tíma verði unnin aðgerðaráætlun sem taki til almennrar löggjafar svo og félags, mennta- og heilbrigðismála með vernd barna gegn ofbeldi að leiðarljósi.

Ákvörðun um þetta átaksverkefni var tekin á fundi forsætisráðherra Evrópuráðsins sem haldinn var í Varsjá í maí á sl. ári. Opnunarráðstefnuna sóttu m.a. fulltrúar allra 46 aðildarríkja Evrópuráðsins og auk fjölmargra alþjóðsamtaka í málefnum barna. Þátttaka ungs fólks setti sérstakan svip á ráðstefnuna og jafnframt röggsöm fundarstjórn Karolínu prinsessu af Monakó. Fulltrúi Íslands á ráðstefnunni var forstjóri Barnaverndarstofu.

Nánari upplýsingar um átaksverkefnið “Building A Europe For and With Children” má finna á heimasíðu Evrópuráðsins, sjá hér

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica