Ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árið 2002

24 feb. 2004

Ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árið 2002 er nú í prentun og kemur út næstu daga. Verulegur dráttur hefur orðið á útgáfu hennar þar sem skil margra barnaverndarnefnda á ársskýrslum hafa dregist óhóflega og óvenju margar leiðréttingar hefur þurft að gera á tölulegum upplýsingum. Skýrslan er með hefðbundnu sniði en þó hafa ný barnaverndarlög sem tóku gildi 1. júní 2002 áhrif á einstök atriði hennar einkum á tölulegar upplýsingar frá barnaverndarnefndum. Þó er leitast við að setja efnið fram þannig að samanburður við fyrri ár sé mögulegur. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á heimasíðunni undir Barnaverndarstofa - útgefið efni.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica