• Hjólabrettastelpa

Málstofa 3 – áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum

9 mar. 2023

Málstofa Barna-og fjölskyldustofu “Barnavernd á Covidtímum”.

Tilgangur þessara málstofa er að draga línu í sandinn, líta til baka á sl 2-3 ár og fara yfir hvað við getum lært af Covid tímum. Á hverri málstofu verða haldin erindi um afmarkað efni er viðkemur börnum og barnavernd.

Á morgun, þann 10. mars 2023, er þriðji fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum.

Málstofan er opin öllum og verður bæði haldin í eigin persónu í húsakynnum Barna- og fjölskyldustofu, Borgartúni 21, sem og í streymi.

Þeir sem hafa hug á að koma í eigin persónu eru beðnir um að senda skilaboð, í gegnum facebook síðu Barna- og fjölskyldustofu eða á netfangið malstofa@bofs.is

Málstofan byrjar kl 9:00 og er til 10:30.

Málstofa í eigin persónu: húsið opnar kl 8:30
Málstofa í streymi: útsending byrjar kl 8:50 

Hér má nálgast hlekk á streymið


 


Nýjustu fréttir

01. nóv. 2023 : Barnahús 25 ára

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica