Hlaðvarp Barnaverndarstofu með viðtal við Önnu Kristínu Newton um sálfræðiþjónustu fyrir börn vegna óviðeigandi kynhegðunar

Þetta er sjöundi þáttur hlaðvarpsins ,,Við viljum vita" og geta áhugasamir fundið þættina á helstu hlaðvarpsveitum

24 jan. 2020

Barnaverndarnefndir geta sótt um sérhæfða sálfræðiþjónustu til Barnaverndarstofu fyrir börn allt að 18 ára aldri sem sýna óviðeigandi kynhegðun. Þjónustan er í höndum teymis sálfræðinga sem sérhæfa sig á þessu sviði og hafa náið samstarf sín á milli. Þjónustan fer að meginhluta fram á sálfræðistofu þjónustuaðila en hver sálfræðingur vinnur þar sjálfstætt að hverju máli og sér um að boða barn og foreldra (forsjáraðila) til viðtals. Markmið með þjónustunni eru að styðja við barnið sem sýnt hefur hina óviðeigandi eða skaðlegu kynhegðun og draga úr neikvæðum afleiðingum hegðunarinnar fyrir barnið sjálft og minnka jafnframt líkur á því að hegðunin endurtaki sig. Einnig er forsjáraðilum barnsins, starfsmönnum barnaverndarnefnda og starfsmönnum Barnaverndarstofu veitt fagleg ráðgjöf.

Nú er hægt að hlusta á sjö hlaðvarpsþætti ,,Við viljum vita" á öllum helstu hlaðvarpsveitum s.s. Apple Podcast, Spotify og Podbean. 

7. Þáttur - Hlaðvarp Barnaverndarstofu "Við viljum vita" heimsækir Önnu Kristínu Newton sálfræðing sem stýrir sálfræðiþjónustu fyrir börn vegna óviðeigandi kynhegðunar.

6. Þáttur - Hlaðvarp Barnaverndarstofu "Við viljum vita" heimsækir aftur Stuðla og ræðir að þessu sinni við Funa Sigurðsson forstöðumann, Kristján Kristjánsson dagskrárstjóra meðferðardeildar og Sigurð Garðar Flosason dagskrárstjóra eftirfylgdar.

5. þáttur - Hlaðvarp Barnaverndarstofu "Við viljum vita" heimsækir Stuðla - meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga og ræðir við Funa Sigurðsson forstöðumann og Böðvar Björnsson deildarstjóra á lokaðri deild Stuðla.

4. Þáttur - Hlaðvarp Barnaverndarstofu "Við viljum vita" heimsækir aftur Barnahús og ræðir að þessu sinni við Paolu Cardenas sálfræðing og fjölskylduráðgjafa.

3. Þáttur - Hlaðvarp Barnaverndarstofu "Við viljum vita" heimsækir MST (Multisystemic Therapy - Fjölkerfameðferð) og ræðir við Ingibjörgu Markúsdóttur og Mörtu Maríu Ástbjörnsdóttur teymisstjóra.

2. Þáttur - Hlaðvarp Barnaverndarstofu "Við viljum vita" heimsækir Barnahús og ræðir við Ólöfu Ástu Farestveit forstöðumann

1. Þáttur - Hlaðvarp Barnaverndarstofu "Við viljum vita" fer af stað með viðtali við Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra Íslands.

Alla þættina finnur þú t.d. hér á Podbean. 


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica