• Kona að lesa fyrir barn

Fyrstu skrefin í nýju landi - bæklingur fyrir fjölskyldur sem flytja til Íslands

13 feb. 2023

Öll sem hafa einhvern tímann flutt til nýs lands vita hversu erfið fyrstu skrefin eru í framandi umhverfi. Til að koma til móts við þarfir fjölskyldna í slíkri stöðu hefur Reykjavíkurborg í samstarfi við Pólska Skólann og Barna- og fjölskyldustofu gefið út upplýsingabæklinginn „Við og börnin okkar“.

Öll sem hafa einhvern tímann flutt til nýs lands vita hversu erfið fyrstu skrefin eru í framandi umhverfi. Fólk þarf að kynna sér marga nýja hluti á einu bretti; til dæmis hvernig haga á atvinnu- og húsnæðisleit og læra um réttindi og skyldur. Einnig getur reynt á þegar börn eru í fjölskyldunni og huga þarf að menntun og líðan þeirra.

Til að koma til móts við þarfir fjölskyldna í slíkri stöðu hefur Reykjavíkurborg í samstarfi við Pólska Skólann og Barna- og fjölskyldustofu gefið út upplýsingabæklinginn „Við og börnin okkar“. Bæklingurinn kom fyrst út árið 2014 en hefur verið uppfærður og settur í nýjan búning.

Við og börnin okkar er upplýsingabæklingur fyrir foreldra/forsjáraðila og aðstandendur barna sem flytja til Íslands og eru að stíga sín fyrstu skref í nýju umhverfi. Bæklingurinn skýrir ábyrgð, réttindi og skyldur foreldra/forsjáaðila auk þess sem fjallað er um menntun barna og velferð fjölskyldunnar.

Bæklingurinn er í tveimur útgáfum, annars vegar á íslensku og ensku og hins vegar á íslensku og pólsku. Þessi framsetning hjálpar innflytjendum að læra ýmis hugtök á íslensku og auðveldar ráðgjöfum að nota hann í samskiptum við innflytjendur.

Bæklingurinn er aðgengilegur á vefsíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/vid-og-börnin-okkar

Á pólsku og íslensku: www.reykjavik.is/pl/my-i-nasze-dzieci 

Á ensku og íslensku: www.reykjavik.is/en/our-children-and-ourselves

Hægt er að fletta bæklingnum á vefnum, stækka á skjá eða hlaða niður í pdf sniði.

Gerð bæklingsins er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála.


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica