Barnaverndarstofu falið að hýsa ofbeldismiðstöð

23 jan. 2020

IMG_3881Það skiptir miklu máli að ís­lenskt sam­fé­lag átti sig á því við hvernig aðstæður sum börn búa og að við ger­um okk­ar besta til að bæta aðstæður þeirra. Til þess að geta gert það þá skipta töl­fræðiupp­lýs­ing­ar miklu máli. Ef við vit­um ekki hver staðan er þá get­um við ekki brugðist við henni segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu

Barnaverndarstofa mun leggja allt kapp á að ráða inn sér­fræðing til að taka sam­an töl­fræðiupp­lýs­ing­ar og gera þær aðgengi­leg­ar. Eins að taka út stöðuna á þeim rann­sókn­um sem eru til um stöðu barna á Íslandi, barna­vernd og of­beldi gegn börn­um. Þannig get­um við mótað til­lög­ur um hvaða aðgerðir þarf að ráðast í til að koma ein sog hægt er í veg fyr­ir að börn á Íslandi verði fyr­ir of­beldi seg­ir Heiða.

Þann 20 janúar sl. tilkynnti Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra formlega um stofnun miðstöðvar með það að markmiði að halda utan um upplýsingar er varða ofbeldi gegn börnum. Miðstöðin mun einnig hafa það hlutverk að vera stjórnvöldum til ráðgjafar og leggja fram tillögur að mótun stefnu og aðgerða í þessum efnum og fylgja þeim eftir. Rekstur miðstöðvarinnar verður í höndum Barnaverndarstofu sem fær aukna fjármuni til þess að geta haldið utan um upplýsingar, rannsóknir, tölfræði og fleira er varðar ofbeldi gegn börnum auk ráðgjafar og tillögugerðar varðandi stefnumótun og aðgerðir. Stjórnvöld á hverjum tíma munu hafa aðgengi að þessum upplýsingum og faglegri ráðgjöf við stefnumótun í málaflokknum, meðal annars með hliðsjón af vinnu við svokallað mælaborð um velferð barna.

Mun stofan leita til annarra opinberra aðila, frjálsra félagasamtaka, háskólasamfélagsins, barnaverndarnefnda og annarra viðeigandi aðila til að fá sem gleggstar upplýsingar og mynd af stöðu mála svo hægt sé að móta stefnu og aðgerðir með það að markmiði að uppræta ofbeldi gegn börnum á Íslandi.

Við hátiðlega athöfn í ráðherrabústaðnum afhenti UNICEF á Íslandi Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, 11.430 undirskriftir úr nýlegu ofbeldisvarnarátaki sem bar yfirskriftina ,,Stöðvum feluleikinn” og var ætlað að vekja athygli á ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Átakinu var hrundið af stað í kjölfar birtingar UNICEF síðastliðið vor á tölum sem gáfu til kynna að af þeim rúmlega 80 þúsund börnum sem búa á Íslandi verði rúmlega þrettán þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Í ljósi alvarleika málsins kallaði UNICEF á Íslandi eftir vitundarvakningu og aðgerðum. Undirskriftirnar afhenti Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum alþingismanns, sem lést þann 31. desember síðastliðinn en hún var stjórnarkona og síðar stjórnarformaður UNICEF á Íslandi um árabil og mikil baráttukona fyrir réttindum barna og útrýmingu ofbeldis gegn börnum.

„Þegar þessar sláandi tölur voru kynntar í vor var strax farið af stað í að móta aðgerðir enda með öllu óásættanleg staða. Við höfum lagt ríka áherslu á að bregðast fljótt og vel við og eru verkefni þessu tengt komin vel á veg. Ég bind vonir við að þær aðgerðir sem við kynntum í dag hjálpi okkur að ná enn betur utan um þessi mál og að þær hafi verndandi áhrif á börn þessa lands,“ segir Ásmundur Einar.

Barnaverndarstofa er þakklát fyrir traustið sem felst í því að taka við miðstöð um upplýsingar sem varða ofbeldi gegn börnum og UNICEF fyrir að setja þetta málefni á dagskrá.

IMG_3884           IMG_3883     Ofbeldismidstod1
IMG_3880          Ofbeldismidstod       IMG_3877           IMG_3882IMG_3879          IMG_3881         IMG_3878

 

 


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica