Fréttir: 2015 (Síða 2)

Barnahús í Vilnius vorið 2016 - 2 okt. 2015

Á blaðamannafundi sem velferðarráðherra Litháen hélt ásamt forstjóra Barnaverndarstofu fyrr í vikunni tilkynnti ráðherrann að Barnahús tæki til starfa í apríl á næsta ári.

Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda fyrstu sex mánuði áranna 2014 og 2015 - 15 sep. 2015

Barnaverndarstofa birtir nú samantekt sem felur í sér samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrstu sex mánuði áranna 2014 og 2015. 

Norræna barnaverndarráðstefnan 2015 - góð þátttaka íslenskra barnaverndarstarfsmanna. - 31 ágú. 2015

Bragi Guðbrandsson var einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar og hét erindi hans ,,The silent revolution: towards convergence of child protection systems". Ísland bar svo ábyrgð á tveimur málstofum um ,,Barnahus in practice"og hélt Þorbjörg Sveinsdóttir frá Barnahúsi erindi á annari þeirra.

Réttindi barna og barnvæn félagsþjónusta - 10 júl. 2015

Velferðarráðuneytið hefur nú látið þýða tilmæli Evrópuráðsins frá 2011 um réttindi barna og barnvæna félagsþjónustu sbr. frétt á vef ráðuneytisins 6. júlí sl. Tilmælunum er ætlað að styðja við aðlögun félagsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þannig að tekið sé tillit til sérstakra réttinda, hagsmuna og þarfa barna og sjónum beint að hagnýtum ráðum til að bæta framkvæmd félagslegrar þjónustu.

Forstjóri Barnaverndarstofu sýknaður af öllum kröfum. - 25 jún. 2015

Hinn 23. júní sl. var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Týr Þórarinsson (áður Guðmundur Týr, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni) höfðaði gegn Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, málið var höfðað til ómerkingar ummæla, refsingar og bótagreiðslu. Bragi var sýknaður af öllum kröfum sem gerðar voru á hendur honum í framangreindu máli. Hin umstefndu ummæli tengjast starfi Braga sem forstjóra Barnaverndarstofu og telur stofan því fullt tilefni til þess að birta hér stutta lýsingu á málsatvikum ásamt samantekt af helstu niðurstöðum dómsins.

Barnahús ykkar til fyrirmyndar segir Thorbjörn Jagland, framkvæmdarstjóri Evrópuráðsins. - 24 jún. 2015

Það hvernig þið Íslendingar hafið staðið að Barnahúsi og þeirri starfssemi sem þar fer fram, er fyrirmynd fyrir okkur hin í Evrópu 

Barnaverndarstofa 20 ára! - 1 jún. 2015

Barnaverndarstofa hóf starfsemi 1. júní 1995 og því eru tuttugu ár frá stofnun hennar. Stofan er sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem fer með daglega stjórn barnaverndarmála í umboði velferðarráðuneytisins.

Hefur þú áhuga á að gerast fósturforeldri? - 16 apr. 2015

Barnaverndarstofa leitar að fólki sem er reiðubúið til að sækja um leyfi til að taka börn í fóstur og að taka þátt í sérstakri þjálfun því til undirbúnings.

Síða 2 af 3

Fleiri greinar


Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica