Vistforeldrar óskast fyrir fylgdarlaus börn á flótta

14 jún. 2023

Hefur þú áhuga á að taka inn á heimili þitt barn sem kemur án fylgdar fullorðinna til Íslands?

Óskað er eftir áhugasömu fólki sem er tilbúið að vista barn á heimili sínu til lengri eða skemmri tíma. Æskilegt er að þeir sem taka að sér börn í slíkum aðstæðum hafi áhuga á málefnum barna á flótta, mismunandi menningu þeirra, trú og hefðum og/eða tali tungumál þeirra. Jafnframt er æskilegt að viðkomandi hafi góða þekkingu á íslensku samfélagi og sé í stakk búin/n/ð að styðja við þátttöku barnsins í samfélaginu. Barna- og fjölskyldustofa mun bjóða uppá fræðslu fyrir verðandi vistforeldra. Mikilvægt er að umsækjendur hafi sveigjanlegan vinnutíma.

Áhugasamir sækja um á vef Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála www.gev.is
Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum hjá Barna- og fjölskyldustofu s. 530-2600 Bofs@bofs.is

Nánari upplýsingar má nálgast hér


Nýjustu fréttir

01. nóv. 2023 : Barnahús 25 ára

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica