Vistforeldrar óskast fyrir fylgdarlaus börn á flótta

14 jún. 2023

Hefur þú áhuga á að taka inn á heimili þitt barn sem kemur án fylgdar fullorðinna til Íslands?

Óskað er eftir áhugasömu fólki sem er tilbúið að vista barn á heimili sínu til lengri eða skemmri tíma. Æskilegt er að þeir sem taka að sér börn í slíkum aðstæðum hafi áhuga á málefnum barna á flótta, mismunandi menningu þeirra, trú og hefðum og/eða tali tungumál þeirra. Jafnframt er æskilegt að viðkomandi hafi góða þekkingu á íslensku samfélagi og sé í stakk búin/n/ð að styðja við þátttöku barnsins í samfélaginu. Barna- og fjölskyldustofa mun bjóða uppá fræðslu fyrir verðandi vistforeldra. Mikilvægt er að umsækjendur hafi sveigjanlegan vinnutíma.

Áhugasamir sækja um á vef Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála www.gev.is
Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum hjá Barna- og fjölskyldustofu s. 530-2600 Bofs@bofs.is

Nánari upplýsingar má nálgast hér


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica